03.06.1932
Efri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2297 í B-deild Alþingistíðinda. (2628)

88. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

F. h. meiri hl. fjhn. hefi ég það eitt að segja, að hann leggur til, að frv. verði samþ. Sú breyt., sem í frv. felst, er þess eðlis, að veita stj. heimild til þess að auka nokkuð álagningu á tóbaksvörur, sérstaklega þó eina tegund, nefnilega sígarettur.

Ég sé ekki ástæðu til þess f. h. meiri hl. að fara fleiri orðum um þetta. Ég geri ráð fyrir, að hv. þdm. hafi kynnt sér frv., þar sem það hefir legið svo lengi fyrir þessari hv. d.