22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2307 í B-deild Alþingistíðinda. (2647)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Jónas Þorbergsson):

Fjvn. hefir leyft sér að bera fram á þskj. 486 nokkrar vatill. við frv. það, sem hún flutti áður og ég mælti fyrir nokkur orð hér í hv. d. þá, og er það að finna á þskj. 258. Ég get nú að mestu leyti vísað til þess, sem ég lét þá um mælt, því þær till., sem hér er um að ræða, eru áframhald af þeirri viðleitni n. að spara, að firra ríkissjóð þeim útgjöldum, sem unnt er í því kreppuári, sem framundan er.

Fyrsta till. fjvn. er um að fresta til ársloka 1933 framkvæmd 2, og 3. gr. laga nr. 45, 10. nóv. 1913, um Bjargráðasjóð Íslands. Eins og hv. dm. er kunnugt, nemur þetta gjald 25 aurum á mann, sem sveitarsjóðirnir leggja fram, og ríkissjóður leggur helming á móti, Það, sem spara má með þessu, eru 25 þús. kr. á ári.

Þá leggur n. til á sama þskj. að fresta á árinu 1933 framkvæmd 12. gr. 1. nr. 40, 7. maí 1928, um breyt. á jarðræktarlögunum, eða að létta af ríkissjóði framlagi til verkfærakaupasjóðs, sem ætlaður er til að kaupa fyrir verkfæri til að rækta með í sveitum landsins. Framlagið mun, eftir þeim upplýsingum, sem n. hefir fengið, nema, eftir þeim framkvæmdum, sem verið hafa á undanförnum árum, þó búast megi við, að þær muni verða minni næsta ár, 60–70 þús. kr., ef ekki verður tekið það ráð að fresta framkvæmdum samkv. þessum lögum á því ári. En ef hv. hd. gengur inn á að samþ. þessa till., þá hefir n. áætlað, að það spari ríkissjóði 60 þús. kr.

Í þriðja lagi leggur n. til, að frestað verði til ársloka 1933 framkvæmd kennslueftirlits þess, sem um ræðir í 6.–8. gr. 1. n. 35, 19. maí 1930, um barnakennslu. Það hefir nú verið lagt fram í hv. d. frv. um, að þetta kennslueftirlit falli niður með öllu, en n. er sammála um, að því verði frestað um þessi tvö ár, og væntir þess, að hv. þd. geti fallizt á það.

Í raun og veru þarf ég ekki fyrir n. hönd að segja meira. Ég hefi ekki umboð hennar til að tala um brtt. þær, sem liggja fyrir frá öðrum. En fyrir mitt leyti get ég sagt það, að ég býst ekki við, að hún muni fallast á þær. Það er náttúrlega réttmæti, að hv. 3. þm. Reykv. felli sig illa við, að ráðstöfun þeirri, sem gerð hefir verið á hagnaði tóbakseinkasölunnar, sé breytt, en n. væntir, að hv. þd. skilji það, að till. hennar eru ekki bornar fram af neinni löngun til að fella niður framkvæmdir, heldur vegna þess vandræðaástands, sem er ríkjandi og yfirvofandi, og að þá kæmi einhverstaðar illa við, hvað sem þingið gerði til að spara.