22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (2651)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Halldór Stefánsson:

Ég vil aðeins minnast á eitt af þeim atriðum, sem hér liggja fyrir með þessu frv. Það er brtt. á þskj. 487, frá hv. 2. þm. Skagf. Hann hefir hér áður borið fram sérstakt frv. um Menningarsjóð, að hálfar tekjur hans á árunum 1932 og 1933 renni til ríkissjóðs. Það frv. hefir verið hjá fjhn. þessarar d. Hefir hún gefið álit um málið, en ekki getað orðið sammála um það. Minni hl. n. fellst á frv. að nokkru leyti, en leggur til, að um þetta verði ekki ákveðið að svo stöddu nema fyrir árið 1932 og að næsta þing ákveði, hvað gert verði 1933.

Nú veitti ég því athygli, að brtt. 487 er svo orðuð, að það er aðeins ákveðið, að á árinu 1933 skuli helmingur tekna Menningarsjós renna í ríkissjóð. Brtt. tekur ekki til nema annars ársins af þeim tveimur, sem hér ræðir um. Nú er mér ekki ljóst, hvernig hann hugsar sér sambandið á milli þessarar brtt. sinnar, og frv. á þskj. 51 og till. minni hl. fjhn. við það. Mér er nauðsyn á að vita, af því að ég á hér hlut að máli, hvort sú sé meining hans með brtt. á þskj. 487, að hún sé vatill. við frv. og till. minni hl.

Um aðrar till., sem hér liggja fyrir, ætla ég ekki að ræða, en mun aðeins lýsa afstöðu minni til þeirra við atkvgr.