22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2319 í B-deild Alþingistíðinda. (2660)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég verð að reyna að hugga hv. þm. Seyðf. í sorg hans yfir því, að ég hafi skýrt rangt frá því, hve hár tekjuskatturinn í Englandi yðri. Ég sagði aldrei, að hann kæmist hvergi nálægt því að verða 50% af skattskyldum tekjum, heldur sagði ég, að hann næði hvergi því að verða 50 %.

Skýrslan um skattinn í Englandi sýnir það fyrst og fremst, hver grunnskatturinn er, enda er hér lögð aðaláherzlan á það, hver skatturinn sé raunverulega, þegar búið er að draga frá hinn skattfrjálsa hluta teknanna. Það, sem ég talaði um þetta efni við síðustu umr., byggði ég á þeirri sömu bók og hv. þm. Seyðf. las ná upp úr. Ég nefndi þá tölur eins og þessa, að af 600 £ hreinum tekjum væri hinn effektivi skattur 1 sh. og 1 d., eða sama sem rúmlega 10 %, og ég nefndi líka, að skatturinn yrði ekki 25 % af tekjunum fyrr en komið væri upp í tekjur, sem nema 6 þús. £, þá er effektivi skatturinn orðinn 4 sh. og 101/2 d. af hverju sterlingspundi, eða tæplega 25%.

Ég nefndi ennfremur í tölum skatt af 20 þús. £ tekjum, og er þá fyrst skatturinn orðinn um 33% af tekjunum. Þetta eru tölur, sem ég las um daginn, og þær standa hér ennþá og hafa ekkert breytzt. ég sé það, að hv. þm. hefir ekki fært sér þessa töflu í nyt, og væri ekki úr vegi fyrir hann að fá bókina aftur og lesa betur. Það er því ekkert, sem hann hefir að leiðrétta við það, sem ég hefi áður sagt um þetta mál. Hv. þm. hélt, að ég hefði lesið 5 sh. og 10 sh. fyrir 5% og 10%, en rétta getur hann sannfært sig um, að er rangt hjá honum, með því að athuga töfluna. Þar stendur allt það sama og ég las upp af henni um daginn, og það var allt rétt. Annars veit ég ekki, hvað hv. þm. hefir meint með þessum ónákvæma lestri upp úr þessum skýrslum, nema ef það hefði verið gert til þess að læða inn einhverjum grun um það, að eitthvað hefði verið ónákvæmt í minni framsetningu, í því trausti, að hv. dm. væru búnir að gleyma því, sem ég sagði um daginn.

Ég vona nú, að hv. þm. huggist af þessari sorg sinni, eftir að ég hefi nú leitt honum fyrir sjónir hið rétta í málinu. En ég býst ekki við, að hann losni eins greiðlega við sorg sína yfir því, að tveir andstæðir flokkar þingsins hafa orðið sammala um nokkur þýðingarmikil mál. Hv. þm. segist ekki bekkja það úr þingsögunni, að andstöðuflokkur stjórnar verði henni sammála í nokkrum málum. Hann virðist ganga út frá því, að andstöðuflokkur hljóti ætíð að vera stj. ósammála. Út frá þessum skoðunum hv. þm. á sjálfsagt að ráða skýringuna á afstöðu hans til ýmsra mála hér í þinginu. Hann telur það skyldu sína við flokk sinn að vera á móti bókstaflega öllu, sem andstöðuflokkar hans bera fram. En ég skal nú segja hv. þm. það, að það er algengt fyrirbrigði í þingsögunni, að andstæðir flokkar verði sammála um einstök mál. Ég skal benda honum á, að í lok kreppunnar arið 1924 urðu íhaldsmenn og framsóknarmenn hér á Alþingi, sem þá voru andstöðuflokkar, samtaka um að afgr. gætileg fjárlög. Og ég skal ennfremur benda hv. þm. á það, af því að hann segir, að mér sé svo tamt að vitna til Englands, að þar í landi hafa nú íhaldsmenn og jafnaðarmenn orðið sammála um að hækka tekjuskattinn. Ég get ómögulega skilið svo köllun andstöðuflokks stjórnar, að hann sé skyldur til þess að vera á móti hverju því máli, sem stj. flytur.

Bæði hv. þm. Seyðf. og hv. 3. þm. Reykv. halda því fram, að þeir hafi aldrei ctutt neina stj., en ég veit þó ekki betur en að einmitt þessir hv. þm. hafi tekið þátt í því að samþ. vissar skattatill. frá stj. arið 1928. Ég veit ekki, hvernig á að skyra það nú, að þessir sömu menn skuli nú vilja fella þessa sömu skatta. Það er helzt að skilja á hv. þm., að hann geri það af því, að hann telji það flokkslega skyldu að vera í andstöðu við stj., til þess að viðhalda ágreiningi milli flokkanna. En ég ætla að vona, að hv. þdm. líti ekki almennt svo á, að það sé nauðsynlegt að varðveita sundrungina í landinu.