22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2327 í B-deild Alþingistíðinda. (2664)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég verð að leiðrétta það, sem hæstv. fjmrh. sagði. Hann kvað okkur jafnaðarmenn hafa boðað það, að við mundum verða á móti fjárl. Við sögðu, aðeins, að við yrðum það, ef þau væru afgr. með sama sniði og þau voru lögð fram. En í stað þess að taka till. okkar jafnaðarmanna til greina, hefir enn verið skorið niður af því, sem fyrst var áætlað.

Hæstv. fjmrh. segir, að við jafnaðarmenn heimtum útgjöld, en viljum ekki viðurkenna, að tekjur þurfi til að standast þau. þetta er visvítandi rangt farið með. Við höfum boðizt til að sjá fyrir tekjum, sem nægja fyrir þeim útgjöldum, sem við höfum farið fram á í hvert sinn. Hið sanna er, að hæstv. ráðh. vill ekki fallast á till. okkar um tekjuauka. En með þeim niðurskurði, sem gerður er í fjárl. og sparnaðartill., fer ég að halda, að hann komist langt með fjárl., þótt hann fái ekki verðtollinn fyrir árið 1933, ef ekki fer allt í kaldakol, og geri það það, þá bjargar ekki verðollurinn heldur.

Ég held, að ég þurfi þá ekki fleiru að svara hæstv. fjmrh. En hv. þm. G.-K., sem hljóp til liðs við hann, fullyrti, að við jafnaðarmenn hefðum hjálpað stj. 1928 með að fá samþ. verðtollinn. Ég hygg, að við höfum allir greitt atkv. gegn honum hér í Nd., en annar fulltrúi okkar í Ed. mun hafa setið hjá, enda þurftum við ekkert að hjálpa til, því íhaldsmenn greiddu víst atkv. með honum bæði hér og uppi í Ed. Ef hv. þm. G.-K. þekkir sögu sinna flokksmanna, þá veit hann, að það hefir löngum verið heitasta deiluefni flokks hans og Framsóknar, hver hafi fundið upp verðtollinn. Og stundum hefir því verið haldið fram, að Jakob Möller, nú hv. 1. þm. Reykv., hafi fundið hann. Eins og ég hefi þegar sagt, þá voru 3 atkv. greidd á móti hér, og hafa það eflaust verið atkv. okkar jafnaðarmanna. En það er rétt, að við heldum ekki uppi harðri mótstöðu þá. Við fengum lækkun á öðrum tollum og till. samþ. um, að skipuð skyldi mþn., sem átti að vinna það verk að létta tolla á nauðsynlegum vörum. Verðtollurinn var aðeins samþ. til 2 ára, og þá átti n. að hafa lokið störfum sínum. En þar fór svo, að sjálfstæðismenn og Framsókn mynduðu meiri hl. n. gegn jafnaðarmanninum í n., og ekkert af því, sem n. lagði til, er komið fram ennþá.

Ég hefi ekki athugað, hvort það er rétt, sem hv. þm. G.-K. sagði um skattstigann í Danmörku. Skal ég því ekki rengja það að sinni. En dæmi hans um hlutafélögin sannar ekki neitt. Með þeirri skattalöggjöf, sem nú gildir, er níðzt á smærri félögunum, en heim stærri hlíft. Ég hefi viljað laga þetta, en ekki fengið því framgengt.