22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (2667)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Hæstv. fjmrh. vill enn halda fram, að við jafnaðarmenn bendum ekki á neinn tekjuauka, sem ríkissjóði gæti að gagni komið. En hæstv. fjmrh. hefir þó sjálfur áætlað tekju- og eignarskatt 850 þús. kr. Sjálfur viðurkennir hann því, að til séu allmiklar nettótekjur, sem hægt er að heimta skatt af. Og ég hefi nú sýnt og sannað, að í Englandi geta þessir skattar orðið næstum því þrefalt hærri en þeir eru hér. Hæstv. fjmrh. benti á, að hér væru útsvör, en í Englandi eru líka skattar, sem svara til þeirra. Ég vænti, að þetta sýni hæstv. fjmrh., að það hefir ekki við nein rök að styðjast, að engir peningar séu til, sem hægt er að ná með auknum beinum sköttum.

Að því er snertir dæmi hv. þm. G.-K. um skattgreiðslur hlutafélaga er það að segja, að samanburðurinn við Danmörku verður allt annar, ef miðað er við stór hlutafélög með mikið hlutafé, heldur en ef miðað er við lítil félög með lítið lautafé.