22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2332 í B-deild Alþingistíðinda. (2670)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Auðunn Jónsson:

Hæstv. fjmrh. var að tala um demokratiska stj. Mér er ekki kunnugt um, að stj. geti talizt demokratisk nema því aðeins, að hún sé byggð á þingræði og almennu lýðræði. En það er einmitt það, sem hv. stjórnarflokkur er að reyna að koma í veg fyrir, að stjórnarfyrirkomulagið hér verði byggt á þessum grundvelli í framtíðinni.