22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2333 í B-deild Alþingistíðinda. (2672)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Auðunn Jónsson:

Hæstv. fjmrh. sagði; að öll réttlætismál ættu langt í land. Það má vel vera, að svo sé og hafi verið. En þetta mál er ekki í fyrsta skipt nú á dagskrá þjóðarinnar. Það er a. m. k. hálfrar aldar gamalt. Eins og hæstv. fjmrh. benti á, þá er hin mesta nauðsyn á, að þjóðin öll fái aðstöðu til að ráða málum sínum og beita áhrifum sínum á Alþ. En meðan þriðjungur þjóðarinnar getur skapað meiri hl. allan rétt, bæði í fjármálum og stjórnarfarslega, þá er eitthvað annað en svo sé. Það er vitanlega vegna hráa, að mál þetta fær ekki framgang. Það er sami þráinn og Estrup beitti á sínum tíma í Danmörku. Estrup sagði það sama og hæstv. fjmrh., að það þyrfti að breyta lögunum. Það mætti bara ekki gera það fyrr en eftir aratugi. En það er einmitt það, sem við sjálfstæðismenn og jafnaðarmenn fórum fram á, að breyta lögunum nú. Ef þau mál fást ekki fram, sem mikill meiri hl. þjóðarinnar er fylgjandi, þá er oft gripið til örþrifaráða. Það er vonandi, að til slíks komi ekki hér; en ef svo færi, þá er engan að saka nema stjórnarflokkinn. Við sjálfstæðismenn og jafnaðarmenn óskum að breyta lögunum og óskum þess, að stjórnarflokkurinn fái meiri hl. þjóðarinnar rétt sinn. Annað er gerræði.