06.06.1932
Efri deild: 96. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2365 í B-deild Alþingistíðinda. (2729)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Þetta frv. hefir að vísu tekið ofurlitlum breyt. til bóta í Nd., en ég er þó engan veginn ánægður með það, að sá hluti af tekjum ríkisins af tóbakseinkasölunni, sem átti að fara til verkamannabústaðanna, skuli renna í byggingarsjóðinn aðeins á seinni hluta ársins 1933. Ég vil, að þetta tillag sé látið halda sér eins og það er nú í l. um tóbakseinkasöluna, og mun ég því afhenda hæstv. forseta skrifl. brtt. þess efnis, að þessar tekjur skuli renna í ríkissjóð til 1. jan. 1933, í staðinn fyrir það, sem nú stendur í frv., að þær skuli renna í ríkissjóð til 1. júlí 1933. Þá fá verkamannabústaðirnir þetta tillag frá næstu áramótum, en yrði aðeins seinni hluti þessa árs, sem þessar tekjur færu í ríkissjóð. Ég er alls ekki ánægður með þennan lið í frv., þó að mín brtt. verði samþ., en ég vil reyna að bjarga sem mestu að hægt er, ef það mætti takast.

Ég mun svo afhenda skrifl. brtt. mína.