03.06.1932
Efri deild: 93. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2366 í B-deild Alþingistíðinda. (2734)

824. mál, tekju- og eignarskattsauki

Jón Baldvinsson:

Það hefði nú kannske verið réttara, að þeir hv. nm., er sérstöðu hafa um þetta mál, hefðu talað fyrst, en af því að mér skildist á hv. frsm. fjhn., að hann gerði ekki ráð fyrir, að þeir gerðu það nú við þessa umr., þá vil ég nota tækifærið og boða brtt., sem ég mun flytja við 1. gr. Ég býst við, að málinu verði hraðað svo, að ekki líði langt milli 1. og 2. umr. En sú brtt., sem ég ætla að flytja, fer fram á, að þessi innheimta skattaukans nái ekki til skattskyldra tekna, sem nema 4000 kr. eða minna.