04.06.1932
Efri deild: 95. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2367 í B-deild Alþingistíðinda. (2742)

824. mál, tekju- og eignarskattsauki

Magnús Torfason: Ég verð að játa, að mér kom nokkuð á óvart, hvernig farið var með brtt. hv. 2. landsk. Var hún fyrst samþ. með 7:6 atkv., en svo er þingmönnum riðið þangað til útkoman verður sú, að hún er felld með 7:6 atkv. Var ég hissa á þessu, því að frv. er nú alveg ótækt. Var lægsti tekjuskattur áður 60 aur., en nú á að fara út um allt land og heimta jafnvel 15 aur. hjá hverjum manni. Nær þetta ekki nokkurri átt, og vek ég máls á þessu til þess að Nd. geti lagað það. Munar ekkert um það, þótt þessum lægstu gjöldum sé sleppt.