04.06.1932
Efri deild: 95. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2368 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

824. mál, tekju- og eignarskattsauki

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Fjhn. hefir athugað bendingu hv. 2. þm. Árn. um, að rétt mundi að setja einhver takmörk um skattauka þennan neðan frá, og leyfir sér því að bera fram svohljóðandi skrifl. brtt.:

„Aftan við 1. gr. bætist nýr málsl., þannig: Þó skal eigi innheimta lægri upphæð en 2 krónur hjá gjaldanda“.

Með þessu hygg ég, að sleginn sé nægilegur varnagli við því, að innheimtumenn þurfi að elta fáa aura út um byggðir landsins. Að vísu má um það deila, hvar slík takmörk skuli setja, en n. leit svo á, að þar sem þetta er gert til fjáröflunar, þá sé ekki rétt að hafa lágmarkið lægra. Ég vil svo fyrir hönd fjhn. afhenda hæstv. forseta þessa brtt.