04.06.1932
Neðri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2375 í B-deild Alþingistíðinda. (2778)

826. mál, lán til skipaviðgerðarstöðvar í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Þetta er ekki rétt hjá hv. 3. þm. Reykv. hér er ekki um skilyrðislausa ábyrgð að ræða. Það er ætlazt til, að Rvík sé í bakábyrgð, og því á Rvíkurbær að setja þau skilyrði, sem honum þykir henta, í þessu efni. Þetta er mál bæjarins, en ríkið hjálpar honum aðeins til að koma því áleiðis.

Hvort æskilegt sé, að bærinn eða ríkið eigi þetta fyrirtæki, ræði ég ekki um nú. Þetta einkafyrirtæki á nú dráttarbraut á leiðinni hingað til lands, og það er engin leið að afgr. málið þannig, að tveim dráttarbrautum yrði komið upp í staðinn fyrir eina. Ég hygg líka, að bærinn geti bæði í gegnum sína bankábyrgð og í sambandi við rétt sinn á þeirri lóð, sem hér er um að ræða, sett þau skilyrði, sem bæjarfélaginu eru nauðsynleg.