07.03.1932
Neðri deild: 22. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (2850)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Steingrímur Steinþórsson:

Mér þykir ekkert undarlegt, þótt menn greini nokkuð á um frv. Þetta, því að hér er farið inn á nýja leið í framleiðsluháttum okkar, og líka má búast við því, að finna megi einhver smíðalýti á frv. En ég held því fram, að með frv. sé stefnt rétt. Mér þykir ekkert undarlegt, þótt hv. 4. þm. Reykv. mæli gegn frv.; það er öldungis samkv. þeirri stefnu hans, að allt viðskiptalíf eigi að vera frjálst og haftalaust. En aftur á móti þykir mér það undarlegt, ef það samrímast lífsskoðun hv. 3. þm. Reykv. að beita sér á móti þessari tilraun til þess að skipuleggja þessa grein íslenzkrar framleiðslu. Hv. 3. og 4. þm. Reykv. hafa aðallega fært það fram gegn frv., að verð þessarar vörutegundar mundi hækka, ef það yrði samþ. Þetta held ég, að engin ástæða sé til að óttast. En ef svo skyldi fara, mundi ég verða því fylgjandi, að sett yrði háamarksverð á kartöflurnar, þann tíma, sem erlendar kartöflur væru útlokaðar. Þetta bann yrði helzt sett á síðari hluta sumars og fyrri hluta vetrar, meðan nóg er af íslenzkri vöru á markaðinum, og er þá eðlilegt að ætla, að verðið yrði miðað við það, sem erlendar kartöflur hefðu haft fyrri lauta sumarsins. Með því móti væri engin hætta á því, að íslenzkar kartöflur yrðu dýrari en þær erlendu.

Hv. 4. þm. Reykv. sagði, að hér á þingi sætu svo margir fulltrúar sveitanna, sem mundu gæta hagsmuna framleiðenda í þessu máli. Þetta er ekki rétt. hér eru fulltrúar margra héraða, sem geta mjög lítið framleitt af kartöflum, og engin ástæða er til þess að ætla, að þeir mundu vilja stuðla að því, að kartöfluverð hækkaði, enda er það svo gagnstætt hagsmunum mikils hluta þjóðarinnar, að sífellt mundi vera staðið á verði gegn því.

Annað það atriði frv., sem helzt var tekið til athugunar hér, var það, að gefa eftir helming flutningsgjalds með skipum ríkissjóðs fram með ströndum. Ég lít svo á, að þetta sé í rauninni mjög óverulegur styrkur, en þar sem ég álít, að þetta gæti orðið til þess að örfá kartöfluframleiðsluna, álit ég óþarfa að gera veður út af því. Það er að því gætandi, að þessi eftirgjöf nær aðeins til skipa ríkissjóðs, og þetta ákvæði hefir því ekki í för með sér nein bein útgjöld. Líka gæti hugsazt, að þessi eftirgjöf ynnist að dálitlu leyti upp á því, að meira yrði flutt með skipunum. Þær erlendu kartöflur, sem nú flytjast til landsins, koma að talsverðu leyti með útlendum skipum, svo að íslenzku skipin misstu sáralítið á því, þó að tæki fyrir þann flutning.

Ég get ekki fallizt á brtt. hv. 2. þm. Rang. Ég hefi ekki séð hana fyrr, og man ekki til þess, að hún kæmi fram í n. Auðvitað hefðu Rangæingar sama stuðning af þessu eftirgjafarakvæði og aðrir, þegar á höfn væri komið. Ef t. d: búnaðarhéruð austanfjalls þyrftu að senda kartöflur norður í Þingeyjarsýslu, þá yrðu þau þessara hlunninda aðnjótandi frá Rvíkurhöfn, en hinsvegar tel ég ekki rétt, að ríkissjóður fari að taka þátt í flutningskostnaði þeirra til Reykjavíkur.

Hv. 4. þm. Reykv. spurði, hvernig ætti að fara með þau héruð, sem hvorki nytu góðs af bíla- né skipasamgöngum. Mér er satt að segja forvitni á að vita, hvaða héruð það eru hér á landi, sem svo er ástátt um. (MJ: Austur-Skaftafellssýsla !). Austur-Skaftafellssýsla, segir hv. þm. Ég veit nú ekki betur en sú sýsla hafi skipasambönd, bæði strandferðir og flóabáta, þótt það hinsvegar skuli játað, að þær samgöngur eru ekki eins góðar og æskilegt væri og þyrfti að vera.

Hv. þm. N.-Ísf. mælti á móti frv. á sama grundvelli og þeir aðrir, sem um það hafa talað nú. Hélt því fram, að verð á kartöflum mundi hækka, og svo mundu kaupmenn hrúga svo miklu af kartöflum inn í landið á þeim tíma, sem innflutningur væri leyfður, að það mundi skaða framleiðslu landsmanna yfirleitt. Þetta þykir mér mjög ólíkleg tilgáta. Innflutningur mundi helzt verða leyfður síðari hl. vetrar og fram á sumar, þangað til innlend framleiðsla kemur á markaðinn, og ég er þess fullviss, að hræðslan við skemmdir mundi verða nóg til þess, að kaupmenn hrúguðu erlendum kartöflum ekki inn í landið á heim tíma árs, einmitt þegar hættan er mest, að skemmdir komi fyrir í hinum erlendu kartöflum. Nei, hættan er sú, að á haustin, þegar nóg er af íslenzkum kartöflum, sé hrúgað á markaðinn erlendum kartöflum, sem eyðileggja sölumöguleika íslenzku framleiðslunnar. — Hv. 4. þm. Reykv. fannst það ekki rétt, ætti að veita ívilnun með flutningsgjald, að binda það við ríkisskipin. Ég hefi áður gert grein fyrir því, hvers vegna það var gert. Í því sambandi lét sami hv. þm. þau orð falla, að hann væri mjög lítið hrifinn af útgerð ríkisins yfir höfuð. Ekkert reyndi hann þó að rökstyðja þetta, en mér dátt í hug, hvort það mundi vera vegna þess, að allur starfrækslukostnaður ríkisskipanna er miklu minni en hjá öðru aðalskipafélaginu hér. Ég skil því ekki, á hverju ummæli hans eru byggð. Hvergi hefir verið farið betur með fé en hvað snertir ríkisútgerðina, og getur það ekki leikið á tveim tungum, að öll sú meðferð er til fyrirmyndar.

Ég vildi ekki láta hjá líða að lýsa afstöðu minni til þessa máls með nokkrum orðum. Ég fylgi frv. afdráttarlaust, eins og það liggur fyrir, og veit ég, að það getur að gagni komið, og vænti þess vegna fastlega, að hv d. samþ. það.