07.03.1932
Neðri deild: 22. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í C-deild Alþingistíðinda. (2853)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Frsm. (Pétur Ottesen):

Það er þegar búið að taka til athugunar ýms þau ummæli, sem fram hafa komið móti þessu frv., af báðum hv. þm. Skagf. og hv. I. þm. S.-M. Ég þarf því ekki að bæta miklu við þær almennu umr., sem hér hafa farið fram, en get í þess stað snúið mér að einstökum atriðum frv. Samt get ég ekki alveg komizt hjá því að minnast á ræður nokkurra hv. þdm. Ég get ekki annað sagt en mér finnst það hvorttveggja í senn broslegt og sorglegt, að þessir menn, sem ráðast af öllum mætti á viðleitni frv. til þess að auka framleiðslu íslenzkra kartaflna, skuli jafnframt lýsa því hátíðlega yfir, að þeir séu málefninu hlynntir, en berjast eftir sem áður gegn þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru malefninu til gengis. Ég er yfirleitt tregur til þess að gera mönnum upp illar hvatir, en að þessu sinni get ég ekki varizt því að gruna þessa menn um lítil heilindi bak við alla umhyggjuna.

Hv. 3. þm. Reykv. varð fyrstur til þess að andmæla frv. og sagði, að sér litist ekki á það. Þetta kemur mér undarlega fyrir sjónir. Ég veit ekki betur en að hv. þm. og flokkur hans sé sífellt að kvarta um tómlæti Alþingis gagnvart erfiðleikum kreppunnar í landinu, vilji ekki leggja fram fé til atvinnubóta o. s. frv. En að hverju stefnir þetta frv.? Það stefnir að því, að nokkur hundruð þús. kr., sem við nú borgum árlega út ár landinu, séu látin renna beint til íslenzkra atvinnuvega. Þetta kalla ég að snoppunga sjálfan sig. Hv. þm. hélt því fram, ásamt fleiri andmælum, að kartöfluverð mundi hækka við þessar ráðstafanir. Þetta gekk svo langt, að einn hv. þdm. sagði, að frv. hefði átt að heita frv. til l. um verðhækkun á kartöflum, og þá helzt á skemmdum kartöflum. Til þess að sýna, hvílík reginfjarstæða þetta er, nægir að benda á þá staðreynd, að á heim tíma, sem íslenzkar kartöflur koma á markaðinn, þar sem ekki er því meiri kostnaður á því að koma þeim þangað, þá loka þær fyrir sölu erlendra kartaflna; þetta er svo ljóst dæmi, að það slær undir eins niður þau andmæli við frv., sem byggzt hafa á því, að verð vorunnar mundi hækka. Það, sem frv. stefnir að, er ekkert annað en að nú sé snúizt að því með almennum takmörkunum og stuðningi þess opinbera að nota þau skilyrði til kartöfluframleiðslu, sem landið hefir að bjóða, og að tryggð sé greið og örugg sala framleiðslunnar.

Hv. 2. þm. Rang. gat þess réttilega, að ég hefði sýnt honum frv., þegar n. var að ganga frá því, og leiddi hann þá tal að því, að honum fyndist réttmætt, að ívilnun í flutningsgjaldi næði og til landflutninga á kartöflum. Ég skal ekki fara neitt inn á þetta atriði, en n. mun taka þetta til athugunar fyrir 2. umr.

Hv. 4. þm. Reykv. talaði mikið um, að með slíkri ráðstöfun væri brotin stefna frjálsu viðskiptanna hér hjá okkur. Ég skal fyllilega viðurkenna, að slíkt megi segja, en það er svo um okkur, að við ráðum ekki nema að örlitlu leyti yfir þessum viðskiptum. Við erum að miklu leyti það þeim stefnum og stefnubreytingum, sem ganga yfir nágrannalöndin. Og þær ráðstafanir, sem þau gera á viðskiptasviðinu, gera okkur nauðsynlegt og jafnóhjákvæmilegt að taka upp sömu stefnu og þeir hafa tekið upp og fylgja.

Hv. 4. þm. Reykv. talaði mikið um það, að einhver hefði verið að segja m að miklu ódýrara væri fyrir okkur að lifa á rúgi en kartöflum, þar sem hægt væri að fá svo ódýran rúg frá útlöndum.

Ég vil benda honum á, hvernig er ástátt um afurðasöluna hér hjá okkur. Þegar litið er til landbúnaðarins, þá er saltkjötið að verða óseljanlegt. Frysta kjötið er selt fyrir sáralítið verð. Gærur og ull selst tæplega, og það, sem selst, fyrir nauðalítið verð. Um fiskafurðasöluna ætla ég, að ekki þurfi að segja hv. þm. Verðið, sem fæst fyrir fiskinn, er ekki meira en það, að framleiðslan ber sig ekki. Og fyrir hvað á svo að kaupa frá útlöndum nauðsynjar landsins?

Þegar svona er komið um verzlun og viðskipti hjá okkur, þá er ekki einasta rétt, heldur sjálfsagt að rækta allt í íslenzkri mold, sem hægt er, til þess að spara kornmatarkaup og aðrar nauðsynjar frá útlöndum, því að það er þegar farið að bóla á því, að við erum þess ómegnug að kaupa þær almennu nauðsynjar, sem við óhjákvæmilega þurfum að flytja inn í landið. Það eru þessar ástæður, sem liggja til grundvallar fyrir því, að við flytjum þetta frv. og viljum gera það, sem í okkar valdi stendur, ekki einasta í þessu máli, heldur öllu, sem er til þess að hlynna að innlendri framleiðslu. Hv. þm. var að tala um verðhækkun á kartöflum, en frv. stefnir að þeirri einu verðhækkun, sem í því felst að auka fjárhagslega afkomu landsmanna og lánstraust með því að láta það fé renna til innlendra atvinnuvega, sem nú fer út úr landinu fyrir aðkeyptar kartöflur. Það er sit eina verðhækkun, sem af þessu frv. getur leitt. Og mér þætti ekki ófróðlegt að sjá framan í þann mann, sem vildi standa á móti slíkri verðhækkun.

Það eru svo ýms smærri atriði, sem menn hafa verið að tala um her, eins og t. d. það, að mat á kartöflum mundi verða lítilfjörlegt. Það getur verið, en eitthvað gott gæti þó af því leitt. Nú er, eins og kunnugt er, ekkert mat á kartöflum, hvorki innlendum né útlendum. — Þá hafa sumir hv. þm. verið að tala um ívilnun þá, sem veita á flutningi á kartöflum, og talið það svo og svo mikil útgjöld. Ég vil benda á það, að eftir þeim upplýsingum, sent hér liggja fyrir, þá mundi það ekki leiða af sér nein veruleg útgjöld fyrir ríkissjóðinn. Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri hefir aflað nokkurra upplýsinga, sem birtar eru Frey og eftir þeim að dæma mundi það, sem greiða þyrfti í þessu skyni úr ríkissjóði, samsvara 1/2 flutningsgjaldi á innan við þúsund tunnur. Nú var réttilega á það bent af hv. 1. þm. Skagf., að ríkisskipin hafa sjaldan siglt með fullfermi, oftast undir hálffermi. Þegar svo er háttað um skipin, þá er hér ekki um að ræða nein sérstök útgjöld fyrir ríkið. Auk þess myndi geta af þessu leitt tekjuauka fyrir ríkisskipin. Því að núna eru kartöflur sendar með hinum og þessum skipum, en þegar þessi tilhögun er komin á, mundu ríkisskipin ein sitja fyrir þessum flutningi.

Eitt er það enn, sem mjög hefir komið? fram í ræðum þeirra, sent andmæla frv., að þeir tala um frv. á hann veg, sem um sú að ræða algert innflutningsbann á kartöflum. Ég þarf raunar ekki að leiðrétta það, að þetta er aðeins bann um takmarkaðan tíma á árinu, einungis þann tíma af árinu, sem og er af kartöflum í landinu. Á öðrum tímum er innflutningurinn frjáls.

Hv. þm. N.-Ísf. talaði mikið um það að ekki væri hægt að létta af banninu nema með samþ. Búnaðarfélagsins. Ég sé ekki mikið á móti því, þó að svo væri, því að gert er ráð fyrir, að Búnaðarfélagið afli sér allra þeirra gagna, sem svo á að hyggja þessa ráðstöfuná. Ég vil benda hv. þm. á, fyrst hann hefir lesið frv. svona illa að það stendur í 2. gr. frv., að atvmrh. ákveði bannið með auglýsingu á hverju ári og taki fram, hvenær það skuli hefjast og hvenær því skuli aflýst. Það er einungis í því eina tilfelli, þegar um er að ræða að létta banni fyrr af einhverjum sérstökum landshluta, að Búnaðarfélagið verður að vera því samþykkt. Þetta, sem hann talar um, er aðeins undantekningarregla. Ég þarf ekki að svara þeirri fjarstæðu, sem hér hefir verið haldið fram, að þetta verði til að minnka neyzlu á kartöflum, í staðinn fyrir að það er talið þroskamerki og menningar að auka hana. Það eina er nóg til að sýna fram á, að þetta er fjarstæða, að þetta bann gildir aðeins um þann tíma. Sem nóg er af kartöflum í landinu til að fullnægja neyzluþörf landsmanna, eins og hún er á hverjum tíma. Möguleikarnir til aukinnar kartöfluneyzlu eru jafnopnir, en greitt fyrir, að framför í þessu efni geti byggzt á aukinni innlendri framleiðslu.

Hv. 1. þm. S. M. gerði 2 aths. Sú fyrri var, að það þyrfti betri ákvæði viðvíkjandi mati á kartöflum. Ég vil benda honum á, að þetta verður nánar ákveðið í þeirri reglugerð, sem gert er ráð fyrir, að gefin verði út. Þá minntist hv. þm. á, að hann vildi ekki láta lögfesta orðið kartöflur, heldur nota orðið jarðepli. Ég hefi ekkert á móti því, og ég skal gjarnan verða við tilmælum hans um að taka það til athugunar.