07.03.1932
Neðri deild: 22. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í C-deild Alþingistíðinda. (2854)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Jón Ólafsson:

Á undanförnum þingum og á þessu þingi hefir legið frv. til 1. um kartöflukjallara. Og hefir mér fundizt það hafa töluverðan rétt á sér, þar sem tilgangurinn er að styrkja bændur til að hlynna meira að einni atvinnugrein sinni en verið hefir. En nú sé ég á þessu frv., sem fyrir liggur, að farið er að færa sig upp á skaftið um þessa hluti, sem sé að banna algerlega innflutning á þessari vöru um það bil, sem uppskera landsmanna sjálfra væri að seljast. Nú hefir hv. frsm. sagt, að venjulega stoppaðist útlenda salan meðan innlenda framleiðslan væri á markaðinum, svo að hér kemst hann í mótsögn við sjálfan sig. Ég hefi margoft spurt ýmsa bændur í Rangárvallasýslu, hvort þeir sæju sér ekki fært að framleiða og selja mér til útgerðarinnar bæði kartöflur og rófur, en þeir hafa borið því við, að það borgaði sig ekki að borga 4–6 kr. undir tunnuna til Rvíkur. Og ég veit ekki til, að vinna hafi lækkað eða neitt, sem geri það að verkum, að þeir tækju með meira kappi á þessu máli en áður. Nei, eina ráðið er að skaffa þeim beinan styrk til undirbúnings ræktun jarðepla fyrstu árin. Það myndi koma aukinni kartöfluræktun af stað. Búnaðarfélagið ætti að beita sér fyrir og vinna að því að hjálpa bændum til að auka framleiðsluna á þessu sviði og greiða fyrir því, að þeir geti komið þessari vöru í peninga, sem, eins og hv. frsm. tók fram, stoppaði alla útlenda sölu meðan hún væri á boðstólum.

Ég er á sama máli og hv. frsm., að við eigum að líta þangað, sem þörfin er mest í þessu efni, en við megum ekki vera of nærsýnir, því að ef þetta á að kosta verðhækkun, þá kemur það fram á þeim flokki landsmanna, sem mega ekki við því. Það vantar ekki, þegar vandræðin steðja að, að þá komi skottulæknar og bjóði fram þjónustu sína, en gleyma því, að það er ýmislegt annað, sem þarf að horfa öðruvísi við, til þess að að notum komi.

Úr Rangarvallasýslu getur ekki komið neitt af kartöflum, vegna þess, að ekkert það hefir lækkað í verði, sem þarf til framleiðslu þessarar voru. Meðan svo er ástatt, þarf annaðhvort verulega verðhækkun á vorunni í Rvík eða hjálp til þess að koma framleiðslunni á markaðinn fyrir minna verð en áður. Annað er kák, nema fyrir þá, sem næstir búa. Meðan svo er ástátt hér, er engin ástæða til að fylgja þeim till., sem ekki miða að því að auka framleiðsluna eða gera hana hægari fyrir þá, sem eiga að framleiða þessa voru.