19.05.1932
Neðri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

3. mál, landsreikningar 1930

Frsm. meiri hl. (Halldór Stefánsson):

það sker ekkert úr um þetta mál, þó hægt sé að benda á, að tollarnir voru lækkaðir 1928 frá því, sem var 1926. Ég hefi ekki neitað því, að svo hafi verið. Ég rakti það í síðustu ræðu minni, hvernig tollarnir hefðu hækkað og lækkað á heim tveimur tímabilum, sem um er rætt, og sýndi fram á, að þeir hækkuðu ekki svo mikið 1928, að þeir væru til uphjafnaðar jafnháir síðara tímabilið og hið fyrra. Ég bið því óhræddur eftir heimildum hv. 2. þm. Skagf.