17.03.1932
Neðri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í C-deild Alþingistíðinda. (2889)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Frsm. (Pétur Ottesen):

Það eru ennþá komnar fram brtt. við þetta frv., frá hv. þm. N.-Þ. og hv. þm. Rang. N. helt fund um þessar brtt. í morgun, en ég gat því miður ekki mætt sökum lasleika. Þar var tekin sú ákvörðun, sem ég er samþ., að n. skyldi fallast á fyrri brtt. hv. þm. N.-Þ., en það varð að samkomulagi milli hv. þm. og n., eins og hann sjálfur hefir tekið fram, að hann tæki síðari brtt. aftur. Hv. þm. talaði um það, að fyrri brtt. væri byggð á því, að 3 vikna fresturinn myndi valda heim, sem búa á fjarlægari stöðum, miklum erfiðleikum. Ég býst ekki við, að þetta yrði nema í fyrsta skipti, því að ég geri ráð fyrir, að þegar farið yrði að framkvæma þetta nokkuð til frambúðar, mundi koma fast fyrirkomulag á það, hvenær bannið er sett. Það er svo um kartöfluuppskeruna, að hún fer alltaf fram á sama tíma í landinu, og mundi þá bannið verða miðað við það, svo að engin hætta ætti að vera á því, að þessi frestur muni valda erfiðleikum, nema þá kannske í fyrsta skiptið.

Um till. hv. þm. Rang. er það að segja, að þeir vilja fella burt fyrstu gr. frv., m. ö. o., að í staðinn fyrir að banna innflutning á þeim tíma, sem nóg er af kartöflum í landinu, vilja þeir setja, á tímabili, sem þeir tiltaka, 2 kr. toll á hver 100 kg. af kartöflum, sem fluttar eru til landsins. Mér virðist þetta einungis vera tilraun til að gera frv. að skrípi, því að ef þessar brtt. verða samþ., þá standa a. m. k. eftir tvær gr., sem eru í samræmi við ákvæði 1. gr. eins og þau eru nú, nefnilega að banna innflutning um ákveðinn tíma. Það er sýnilegt, að hér fylgir enginn hugur máli hjá heim með að gera umbætur á frv., heldur aðeins lævísleg og lúaleg tilraun til að reyna að gera frv. að því skrípi, sem engri þingdeild er samboðið. (Forseti hringir.). Því að í 3. gr. er gert ráð fyrir því, að aflað sé skýrslna um kartöfluuppskeruna, sem vitanlega er þýðingarlaust nema í sambandi við að ákveða bann á innflutningi um ákveðinn tíma. Og í 6. gr. er talað um brot gegn auglýsingu á innflutningsbanni á kartöflum og sömuleiðis, hvernig eigi að fara með ólöglega innfluttar kartöflur. Þessum ákvæðum hreyfa þeir ekkert við, en ég ætla ekki að fara nánar út í að minnast á þessar brtt., að öðru leyti en því, sem ég hefi gert, að tilgangurinn helgar meðalið.

Eins og ég hefi áður lýst, þá var það meining n., að ríkið styrkti aðeins flutninga milli héraða, og þar sem það kom fram við 2. umr., að hv. d. þótti n. ganga þar fulllangt í till. um fjárframlög og sá ástæðu til þess að takmarka þau akvæði í till. n., þá virðist sjálfgefið, að hugmynd þeirra hv. þm. Rang. fái ekki fylgi hjá hv. þd., og er því ástæðulaust að fara lengra út í umr. um þeirra brtt. Ég skilgreindi rækilega við 2. umr. eðlismuninn á milli styrks, sem veittur væri til flutninga á kartöflum milli þeirra heraða, sem framleiddu kartöflur, og hinna, sem keyptu þær til neyzlu, og þess styrks, er veittur væri til flutninga innan héraðs, og læt því útrætt um það atriði. Ég vænti, að hv. d. samþ. frv. án annara breyt. en brtt. hv. þm. N.-Þ., sem n. hefir eftir atvikum fallizt á.

Hv. 1. þm. S.-M. drap á það við 2. umr., að ég ætla, að hann felldi sig betur við orðið jarðepli en orðið kartöflur í þessu frv. N. þótti þetta ekki svo mikilsvert atriði, að hún hirti um að gera brtt. um það. Í daglegu tali er orðið kartöflur almennt notað um þessa voru, þótt orðið jarðepli kunni að vera í eðli sínu íslenzkara. Við 2. umr. var samþ. brtt. frá hv. þm. Ak. með þessu heiti, og mælir það með því, að brtt. hv. 1. þm. S.-M. verði samþ. Annars get ég tekið það fram f. h. landbn., að hún gerir það ekki að neinu ágreiningsatriði, hvort heitið verður valið.