20.02.1932
Neðri deild: 6. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

1. mál, fjárlög 1933

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hæstv. forseti, hv. þingdeild!

Um leið og ég nú legg fyrir Alþingi frv. til fjárlaga fyrir árið 1933, mun Ég svo sem venja er til gefa skýrslu um hag ríkissjóðs á síðastl. ári. Innborgunum og útborgunum fyrir árið 1931 er ekki að fullu lokið ennþá, en þó hygg ég, að skýrsla mín fari nær um hina endanlegu niðurstöðu en áður var títt, vegna endurbóta, sem gerðar hafa verið á bókhaldi og innheimtum. Það mun engum koma á óvart, að afkoma ríkisins hefir á síðasta ári verið bág, eins og raunar allra atvinnufyrirtækja landsins á þessu mesta kreppuári, sem yfir hefir skollið á friðartímum. Verðlag afurðanna er undirstaða afkomunnar, og er öllum kunnugt um verðhrun síðasta árs.

Skýrsla mín er þá sem hér segir:

Innborganir: Áætlun Reikningur Tekjur Eigna-

2. fjárlagagr.: hreyfingar

1. Fasteignaskattur ................... 260000 284121 284121

2. Tekju- og eignarskattur ............ 1200000 1440934 1440934

3. Lestagjald ......................... 40000 52109 52109

4. Aukatekjur ........................ 475000 584235 584235

5. Erfðafjárskattur ................... 30000 58534 58534

6. Vitagjald .......................... 350000 478715 478715

7. Leyfisbréfagjöld ................... 10000 29660 29660

8. Stimpilgjöld ....................... 360000 440500 440500

9. Skólagjöld ......................... 20000 15275 15275

10. Bifreiðaskattur .................... 70000 138215 138215

11. Útflutningsgjald ................... 1100000 690500 690500

12. Áfengistollur ....................... 425000 577075 577075

13. Tóbakstollur ....................... 1020000 1502000 1502000

14. Kaffi- og sykurtollur …………… 850000 1086530 1086530

15. Annað aðflutningsgjald ............. 200000 225625 225625

16. Vörutollur ......................... 1500000 1428814 1428814

17. Verðtollur ......................... 1760000 1539100 1539100

18. Gjald af sætinda- og brjóstsykursgerð 50000 140000 140000

19. Pósttekjur ........................ 500000 713800 713800

20. Símatekjur ......................... 1600000 1750000 1750000

21. Útvarpstekjur ...................... 100000 105000 105000

22. Víneinkasala ....................... 575000 750000 750000

3. fjárlagagr.:

1. Eftirgjald eftir jarðeignir ........... 30000 30000

2. Tekjur af kirkjum .................. 100

3. Tekjur af silfurbergi ............... 1000

4. Legkaup til kirkjugarðs dómkirkjunnar 3500 3300 3300

4. fjárlagagr.:

1. Tekjur af bönkum ................. 10000

2. Vextir af bankavaxtabréf., 1. nr.14 1909 20000 21175 21175

3. Væntanl. útdr. af þeim bréfum ..... 24000 48000 48000

Útdr. jarðræktarbréf ................ 65000 65000

4. Vextir af innstæðu í bönkum ....... 8000 7500 7500

5. Aðrir vextir ........................ 50000 260000 260000

5. fjárlagagr.:

1. óvissar tekjur ..................... 50000 50000 50000

2. Endurgr. fyrirframgreiðslur ........ 10000 10000 10000

3. Endurgr. lán og andvirði seldra eigna 20000 120000 120000

4. Tekjur Menningarsjóðs ............ 15000 15000 15000

5. Skemmtanaskattur ........ ....... 75000 75000 75000

Kr. 12816600 14735717 14502717 233000

Útborganir: Fjárveit. Reikningur Gjöld Eignahr.

7.fjárlagagr.: Greiðslur af lánum:

1. Vextir ............................. 514991 1100000 1100000

2. Afborganir ........................ 658147 773225 773225

3. Framlag til Landsbankans .......... 100000 100000 100000

8. fjárlagagr. Borðfé konungs ............ 60000 73711 73711

9. fjárlagagr. Alþingiskostnaður ........... 229200 280500 280500

10. fjárlagagr.:

1. Ráðuneytin, ríkisféhirðir o. fl. ...... 219300 299825 299825

2. Hagstofan ......................... 59000 59325 59325

3. Utanríkismál o. fl. ………………. 109000 102772 102772

11. fjárlagagr.

A. Dómgæzla og lögreglustjórn …..... 833600 1220000 1220000

B. Sameiginl. kostn. við embættisrekstur 186000 350000 350000

12.fjárlagagr. Til læknask. og heilbrigðismála 585515 570000 570000

13. fjárlagagr.:

A. Póstmál ............................ 527300 653000 653000

B. Vegamál ........................... 1012030 1529051 1475015 54000

C. Samgöngur á sjó .................... 375200 588329 588329

D. Vitamál og hafnargerðir ............ 407500 511391 391391 120000

E. Flugferðir .......................... 70000 70000 70000

F. Hraðskeyta- og talsímasamband ...... 1628000 1767000 1627000 140000

G. Útvarp ............................ 281000 328467 204467 124000

14.fjárlagagr.: .

A. Andlega stéttin ..................... 301450 375000 360000 15000

B. Kennslumál ........................ 1314925 1521300 1521300

15. fjárlagagr.: Vísindi, bókm. og listir ……. 291910 300810 300810

16. fjárlagagr.: Verkleg fyrirtæki .......... 1694110 1795600 1795600

Útborganir: Fjárveit. Reikningar Gjöld Eignahr

17. fjárlagagr.: Alm. styrktarstarfsemi ..... 997350 959425 959425

18. fjárlagagr.: Eftirlaun og styrktarfe ..... 253216 240000 240000

19. fjárlagagr.: óviss útgjöld .............. 100000 215340 215340

20. fjárlagagr.: Lögboðnar fyrirframgr. .... 10000 44400 34400 10000

22. fjárlagagr.: Heimildir .................. 352500 268270 84230

24.fjárlagagr.: Greiðslur samkv. lögum .... 991000 695500 296000

Kr: 12821744 17172443 15455988 1716455

Eins og yfirlitið sýnir, hafa innborganir orðið kr. 14735717,00, en þar af eru kr. 233000,00 teknar af eignum, svo tekjurnar eru rétt taldar um 14,5 millj. kr., en áætlun var 12,8 millj. Bæði verðtollur og vörutollur hafa þó farið niður úr áætlun, enda dró stórlega úr innflutningi á árinu frá því, sem áður var. Það mun vekja athygli, að útflutningsgjald, sem var áætlað kr. 1,1 millj., hefir komizt niður í kr. 690 þús. Stafar það sumpart af hinni geysilegu verðlækkun útflutningsafurða og sumpart af því, að síldartollur að upphæð kr. 230000,00 er enn ógreiddur og því ekki talinn til tekna, enda meira en vafasamt um innheimtuna.

Útborganir hafa orðið kr. 17172443,00, en þar af hafa kr. 1716455,00 gengið til afborgana og eignaaukningar, og eru því eiginleg gjöld ársins um 15,5 millj. kr. Raunverulegur tekjuhalli hefir því orðið um ein millj. króna, en mismunur inn- og útborgana tæplega 2,5 millj. kr.

Rétt þykir að gera nánari grein fyrir því, í hverju eignahreyfingin og umframgreiðslur ársins eru fólgnar.

Eignahreyfingar eru þessar:

7. fjárlagagr.:

Afborganir innlendra lána ................................. 166767

— danskra lána .................................. 435737

— enskra lána .................................... 170721

773225

Framlag til Landsbankans .................................. ....... 100000

13. fjárlagagr.:

B. Byggingar í Bakkaseli og Fornahvammi . . . .. . . .. .. .. . . .. . 54000

D. Vitabyggingar og vitavarðabústaðir ...................... 120000

F. Nýjar símalínur ........................................ 104000

G. Afborgun útvarpsláns ................................... 124000

402000

14. fjárlagagr.:

A. Byggingar á prestssetrum ................................ ....... 15000

20. fjárlagagr.: Skyndilán til embættismanna .................... ....... 10000

22. fjárlagagr.: Byggingarkostnaður Reykjahælis .. ............ ....... 84230

24. fjárlagagr.: Greiðslur samkv. lögum:

Póst- og símahús á Selfossi .. . . .. . . .. . . . . .. . . . . . . . . . . . . . . . . . 6470

Fjosbygging á Kleppi ...................................... 26849

Eftirstöðvar vegna byggingar hlöðu á Hvanneyri ......... ... 5330

— Nyja-Klepps .................. 1190

— Arnarhvals ................... 12541

— Landsspítala ................. 5000

Bygging útihúsa á Hólum 20045

Lán til Flóaaveitunnar 5000

— — Samvinnufélags Ísfirðinga 27260

Framlag til síldarverksmiðju 131825

Lán til presta 15000

Eftirstöðvar vegna byggingar útvarpsstöðvar....... 393G4

126

296000

Samtals kr. 1716455

þar frá dregst:

Útdrattur verðbréfa ....................................... 113000

Endurgreidd lán og andvirði seldra eigna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120000

– – 233000

Eignaaukning á árinu nemur því ................................ kr. 1483455

Greiðslur umfram áætlanir og fjárveitingar og samkv. heimild um í fjárlögum

hafa verið þessar:

7. fjárlagagr.: Vextir ......................................... 585000

Afborganir ................................................ 115000

700000

9. fjárlagagr.: Alþingiskostnaður ……………………………………………. 60700

10. fjárlagagr.: Stjórnarráðið .................................................................... 80525

11. fjárlagagr.:

A. 5. Skrifstofukostnaður tollstjora …………………………………... 26000

9. Landhelgisgæzlan .................................... 200000

13. Sakamálskostnaður, löggæzla og tollgæzla ……………… 113000

15. Vinnuhælið á Litla-hrauni ………………………………….. 47000

— 386000

B. 1. Frímerkja- og símakostnaður ……………………………. 60000

4. Fasteignamat ....................................... 55000

5. Eyðublöð og prentunarkostnaður .................... 32000

Ýmislegt .............................................. 17000

164000

13.fjárlagagr.

A. Póstmál ................................................ 126700

B. Vegamál ............................................... 517000

C. Samgöngur á sjó ........................................ 213000

D. Vitamál ................................................ 104000

F. Síminn ................................................ 139000

G. Útvarpið ................................................ 37500

1137200

14.fjárlagagr.:

A. Kirkjumál .............................................. 73500

B. Kennslumál ............................................. 206500

280000

15. fjárlagagr.: Vísindi, bókmenntir og listir ..................... ....... 9000

16. fjárlagagr.: Verkleg fyrirtæki ............................... ....... 101500

19. fjárlagagr.: óviss útgjöld .................................. 115300

20. fjárlagagr.: Lögb. fyrirframgreiðslur ....................... 34400

22 .fjárlagagr.: Heimildir:

I. Styrkur til Eimskipafélagsins .......................... 85000

III. — — osta- og smjörbúa .......................... 75000

V. Kaup á snjóbílum ..................................... 81500

XI. Reykjahælið, byggingar- og rekstrarkostnaður ........... 111000

352500

24.fjárlagagr.:

Fjáraukalög, sem lögð verða fyrir þetta þing ………………… 215000

Eignahreyfingar ........................................... 296000

Útflutningur á ísuðum fiski ................................ 76000

(verður endurgreitt)

Gagnfræðaskólar, rekstrarkostnaður ........................ 45000

Héraðsskólar, rekstrarkostnaður ............................ 82000

Gróðrarstöð á Hólum ...................................... 28700

Vestmannaeyjahöfn ........................................ 57800

Tollmerking ............................................... 25000

Flóaáveitan (vegir) ........................................ 18000

Friðun Þingvalla .......................................... 13500

Skiptimynt ................................................ 18500

Verkamannabústaðir (1930) ............................... 28500

Ýmislegt .................................................. 87000

991000

4412625

Þetta yfirlit sýnir, að umframgreiðslurnar stafa að miklu leyti af hækkun vaxta, aukinni tollgæzlu og landhelgisgæzlu, auknum strandferðum, vegaviðhaldi og greiðslum samkv. heimildum og sérstökum lögum, sem ekki eru teknar upp í fjárlög eða taldar þar með í samlagningu útgjalda.

Í árslok 1930 voru skuldir ríkissjóðs hér segir:

I. Skuldir, sem stofnaðar hafa verið vegna þarfa ríkisrekstrarins og hvíla á ríkissjóði um greiðslu afborgana og vaxta ..... .. .......... ... kr. 16433883,07

II. Skuldir, sem stofnaðar hafa verið vegna sjálfstæðra stofnana:

A. Skuldir, sem ætla má, að ríkissjóður verði að annast greiðslur

af að einhverju eða öllu leyti ............................ — 7000000,00

B. Skuldir, sem stofnanirnar sjálfar annast allar greiðslur af . . - 16097362,73

Samtals kr. 40031245,80

En um síðustu áramót voru skuldirnar því sem næst þessar:

I. .................. kr. 15590867,14

II. A ............... – 7500000,00

Il. B ............... – 15874171,69

Samtals kr. 38965038,83

Þó er hér ótalin ábyrgð, sem fell á ríkissjóð undir áramót vegna h/f „Kára“, kr. 187486,50, og er rétt að bæta þeirri fjárhæð við hinar eiginlegu ríkisskuldir, rómv. lið I, þar sem örvænt er um, að nokkuð hafist upp úr veðinu. Ný lán hafa engin verið tekin á árinu nema £10000 rekstrarlánsheimild vegna tóbakseinkasölu hjá Midland Bank. Kemur því sjóður um áramót til að minnka um það, sem nemur greiðsluhalla, mismun inn- og útborgana, að viðbættum kr. 100000 viðbótarláni til Búnaðarbankans og kr. 200000 endurgreiðslu til landhelgissjóðs, eða samtals um ca. kr. 2800000.

Þá mun ég víkja að frv. til fjárlaga fyrir 1933, því sem nit er lagt fyrir hv. Alþingi.

Tekjuáætlunin. er miðuð við undanfarna reynslu, og þó víðast haldið fyrir neðan tekjur síðasta árs og sumstaðar að verulegum mun. Er fyrirsjáanlegt, að yfirstandandi ár verður þungt í skauti og rýrt að tekjum fyrir ríkissjóð, þó eitthvað kynni að létta undir brún fyrir atvinnu- og viðskiptalífi, þegar á árið liður. En þess verður að vænta; ef vér nú erum staddir í öldudal kreppunnar, að næsta ár verði ekki öllu tekjuminna fyrir ríkissjóð en síðasta ár. Þá ætti að vera komið ekki skemmra upp í brekkuna en vér vorum á síðasta ári komnir niður eftir henni. Að sjálfsögðu er í tekjuætluninni gert ráð fyrir framlengingu verðtolls og gengisviðauka, og um vöru- og verðtoll er gert ráð fyrir, að gjaldeyrisverzlunin verði komin í það horf, að ekki þurfi lengur að hefta frjáls viðskipti milli landa. Í fjárlögum yfirstandandi árs eru skatta- og tollatekjur áætlaðar kr. 9785000, en í frv. kr. 9345000. Aðrar tekjur eru áætlaðar kr. 1861695, en í fjárlögum yfirstandandi árs kr. 1481348, og liggur hækkunin í því, að vextir af hluta Búnaðarbankans og Síldarverksmiðjunnar af enska láninu frá 1930 eru nú teknir upp í fjárlagafrv. tekju- og gjaldamegin.

Um gjöldin er það að segja, að reynt hefir verið að færa þær fjárveitingar, sem eru ólögbundnar, niður svo sem frekast er unnt, en eins og kunnugt er, þá er mikill hluti útgjaldanna bundinn af öðrum lögum og sjálfsblekking ein að áætla það, sem bundið er, lægra en reynsla undanfarinna ára bendir til. Óðlögbundnar fjárveitingar hafa yfirleitt verið færðar niður um 20% og ýmsar felldar alveg niður. Nemur sú lækkun, samanborið við gildandi fjárlög, alls kr. 728000. Þar af er lækkun á vegamálum kr. 90000 og á hafnargerðum kr. 76000. Þegar þess er gætt, hve mikill hluti fjárlagagreiðslna er lögbundinn, þá er hér um allmikinn niðurskurð að ræða. Þess er þó að vænta, að sumum þyki of skammt farið, en öðrum of langt, og væntanleg hörð viðureign við síðari umræður fjárlaganna frá þeim tveim sjónarmiðum. En meir mun ég hlusta á tillögur þeirra, sem benda á möguleika til aukins sparnaðar.

Dýrtíðaruppbót á laun embættismanna er í frv. áætluð 25%, en 40% í fjárlögum þessa árs. Nemur sá munur um kr. 190000. En leiðréttingar á áætlunarupphæðum um laun nema um 100000, og bætast þar við kr. 25000 í dýrtíðaruppbót. Aðrar leiðréttingar á áætlunarupphæðum nema um 390000 kr. hækkun. En af því eru kr. 287000 aukanr vaxtagreiðslur á móti þeim vaxtatekjum frá Búnaðarbanka og Síldarveksmiðju, sem áður var um getið. Hækkanir á áætlunarupphæðum eru því ekki miklar, þegar litið er til reynslu undanfarinna ára, enda voru á síðasta þingi gerðar stórfelldar leiðréttingar í því efni fyrir tilstilli fyrrv. fjármálaráðherra og fjárveitinganefnda. Er það til stórra bóta, enda eru réttar áætlanir um lögbundnar og óhjákvæmilegar greiðslur skilyrði fyrir réttlátum dómum um niðurstöðu landsreikninganna á sínum tíma.

Aukning útgjalda vegna laga frá síðasta þingi er kr. 84 þús. vegna embættiskostnaðar presta og húsbygginga á prestsetrum og kr. 137000 vegna aukins tillags til bygginga verkamannabústaða og hluta þeirra af ágóða tóbakseinkasölunnar. Þá er rétt að nefna, að lækkun á dýrtíðaruppbót póst- og símamanna nemur 45000, en sú lækkun kemur ekki fram í gjaldahlið fjárlaganna vegna breytinga síðast þings á formi þeirra og einnig, að byggingar nýrra vita, 65000 kr., hafa verið fluttar af 13. gr. á 20. gr. eignahreyfingar.

Samanburður á frv. og núgildandi fjárlögum lítur því þannig út:

Lækkun á ólögbundnum greiðslum og dýrtíðaruppbót ……………….. kr. 918000

Þar frá dregst:

Leiðréttingar á áætlunarupphæðum og launagreiðslum …. 515000

Hækkun á tillagi til byggingarsjóðs verkamanna ............ 137000

Embættiskostn. presta og byggingar á prestssetrum………. 84000

— 736000

Mismunur kr. 182000

en þar frá ber þó að draga, til að fá réttan samanburð, kr. 65 þús. til nýrra vita, sem flutt er á eignahreyfingar.

Eins og tekjur og gjöld eru áætluð í frv. til fjárlaga fyrir 1933 verður tekjuafgangur á rekstrarreikningi kr. 863221, 35 og hagstæður. greiðslujöfnuður á sjóðsyfirliti, eða sjóðsaukning, sem nemur kr. 45741,87.

Ég hefi gert ráð fyrir, að heldur verði farið að létta undir fót á næsta ári, og má m. a. færa þá ástæðu til, sem nú heyrist víða um lönd, að ekki geti versnað frá því, sem nú er, og sé þá batinn í nánd. En um þetta má lengi deila, og verður ekkert sagt með vissu fyrr en haustar og ljóst er orðið um verðlag útfluttra afurða þessa árs. Afkoma atvinnuveganna á undanförnu ári hefir jafnan hin mestu áhrif á hag ríkissjóðs á næstkomandi ári hér á landi. Það verður rennt blint í sjóinn um ýmsar áætlanir meðan svo er, að fjárlög séu undirbúin ári áður en þau eiga að koma í gildi og afgreiðast áður en nokkur merki sjást um afkomu líðandi árs og horfur á því ári, sem þau eiga að gilda fyrir. Ég minnist þess fyrsta þings, er ég átti sæti á, 1924. Þá voru kreppufjárlög samin fyrir góðæri. En um síðastl. þing má segja, að þá voru fjárlög fyrir gott meðalár afgreidd fyrir yfirstandandi hallæri. Hinir snöggu kippir milli mikils tekjuafgangs og tekjuhalla eru óhollir. Fjárlög eiga að vera í samræmi við árferði og þá getu, sem geymd er milli ára. En til þess að svo geti orðið, þarf að flytja þinghald aftur á síðasta hluta árs, og er það betra en að breyta fjárhagsárinu. Ef þing væri háð hina þrjá síðustu mánuði ársins og fjárlög kæmu í gildi þegar að þingi loknu, þá væri bezt tryggð afgreiðsla þeirra í þeim anda, sem svaraði til afkomu ríkissjóðs á því ári, sem þau eru sett fyrir. Þessa breytingu ætti að gera svo fljótt sem við verður komið. Þá má gera tekjuáætlun eftir þeim merkjum, sem sjást á lofti, og ef gjöld eru áætluð eftir því, sem reynsla bendir til, er öruggt, að slík breyting skapar meiri virðingu fyrir fjárlögum og fastheldni við ákvarðanir Alþingis en tíðkazt hefir síðan ófriðurinn mikli og afleiðingar hans trufluðu hina fornu festu. Fjárveitingavald Alþingis er einn af hornsteinum stjórnskipulags vors.

Það kemur nú í koll, að fjárlög fyrir yfirstandandi ár voru afgreidd á síðasta sumri áður en fullljóst var orðið, hvílíkt verðhrun og stórtöp myndu steðja að þjóðinni. Á fyrri hluta síðasta árs gekk bjartsýnisalda um flest lönd og hugðu menn, að kreppunni, sem víðast hdfst seint á árinu 1929, myndi nú létta og betri tímar vera í aðsigi. Þessarar bjartsýni gætti og í íslenzkri útgerð og atvinnulífi yfirleitt, og af ríkisins haifu var raðizt í ýmsar framkvæmdir, sem hefðu verið látnir bíða, ef afkoma ársins hefði verið fyrirsjaanleg. Erlendis syrti fyrst að til muna, er komið var fram á sumar, og keyrði um þvert bak, er leið fram á haustið. Hér var því allmikið fjör í atvinnuvegum og verzlun fram eftir árinu og töpin því stórfelldari, þegar til afurðasölunnar kom. Sölutregðan og verðfall afurðanna er kunnara en frá þurfi að segja, og verðfall gjaldeyrisins hjálpaði ekki í þessu efni nema frá algerðu hruni, vegna áframhaldandi lækkunar á gullverði framleiðslu og afurða um allan heim.

En Ísland er ekki eitt um erfiðleikana. Kreppan spennir greipar sínar um heim allan. Hvarvetna hafa gerzt ill tíðindi á þessum vetri. Hver fréttin hefir rekið aðra um verðfall afurða og gjaldaura, tekjuhalla fjárlaga, skort á erlendum gjaldeyri, greiðslustöðvanir, bankahrun og illvíga viðskiptabaráttu milli þjóða. Hin næsta orsök þessara ótíðinda er verðfall afurða og framleiðsluvara, en um rót bölsins ber ekki öllum saman. Þó vex þeirri skoðun stöðugt fylgi, að meginorsakir þessa ófremdarástands séu skaðabótagreiðslur og ófriðarskuldir, sem enga rót eiga í eðlilegu atvinnu- og viðskiptalífi, og gullpólitík hinna fésterku þjóða, og að fulls bata sé ekki að vænta fyrr en alþjóðaráðstafanir séu gerðar um skuldaskiptin og gjaldeyrismálin. En þetta er of langt mál og flókið til að fara lengra út í að þessu sinni.

Einn höfuðatburður síðasta árs og skýrasti vottur þess ástands, sem nú er ríkjandi, var það, þegar England hvarf frá gullinnlausn 21. sept. síðastl. og sterlingspundið féll í verði, áður hafði þurft Napoleonsstyrjaldir og heimsófrið til að hrófla við verðgildi sterlingspundsins, en nú féll það á friðartímum fyrir skorti á erlendum gjaldeyri og minnkandi tiltrú.

Sú ákvörðun var tekin af gengisnefnd, að láta íslenzku krónuna fylgja pundinu og skrá það framvegis með óbreyttu gengi, kr. 22,15, sem staðið hefir síðan um haustið 1925, og aðra erlenda gjaldaura eftir því. Sú ákvörðun mun nú vart orka tvímælis og þarf því engra varna við. Var og breytingin ekki eins stórvægileg fyrir oss eins og marga aðra, sem þó hafa fylgt pundsgenginu, þar sem vér ekki höfum haft gullinnlausn frá því í ófriðarbyrjun 1914. Má það að vísu teljast veikleiki að fylgja þannig hreyfingum erlends gjaldeyris án tillits til innanlands ástands. Erlent gengi ætti fyrst og fremst að miðast við meðalverð innanlands og taka þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru til að halda því stöðugu, og verður það í framtíðinni efalaust talin höfuðskylda seðlabankanna að stuðla að festu í verðlaginu og skapa þannig réttlæti í viðskiptum og festu í atvinnulífi. En það er hvorttveggja, að erfitt er á þessum tímum að stjórna þannig pappírsgjaldeyri, og eins hitt, að sterlingspundið er sá gjaldeyrir, sem ríkust áhrif hefir á vort eigið ástand og jafnframt hinn traustasti að miða við. England er nú leiðtogi margra landa í gjaldeyrismálum, og má vera, að nokkur hlunnindi geti stafað frá því að vera í þeim hópi. Það er og líklegt, að ekki verði miklar breytingar á verðgildi pundsins. England er, eins og margir aðrir, búið að fá nóg af „deflation“ að sinni. — En ólíklegt er, að sterlingspundið verði skjótlega stjórað aftur við gullið. Það fer allt eftir því, hvernig reiðir af alþjóðasamningum um gullmálin.

Vér höfum, eins og margar aðrar þjóðir, orðið að gera óvenjulegar ráðstafanir til varðveizlu á gjaldeyri og gengi. Verð útflutningsafurða er lagt og lánsmöguleikar mjög takmarkaðir. Sá erlendi gjaldeyrir, sem er til umráða, verður að hrökkva fyrir brýnustu þörfum, og annað, sem síður er nauðsynlegt, að mæta afgangi. Í þeim tilgangi hafa verið sett innflutningshöft og reglur um gjaldeyrisverzlunina. Það má að vísu segja, að hart sé að búa við slík höft á frjálsum viðskiptum. En hér er um enga stefnu að ræða, heldur raðstafanir, sem knýjandi nauðsyn heimtar. Þó talið sé, að verzlunarjöfnuður síðasta árs hafi verið hagstæður, innfluttar vörur fyrir 43 millj. króna og útfluttar fyrir 45,5 millj. kr., þá er greiðslujöfnuðurinn við útlönd óhagstæður. Allt „hið ósýnilega“ í viðskiptajöfnuðinum er okkur í óhag. Sest það bezt á aðstöðu bankanna gagnvart útlöndum, sem hefir versnað stórum á síðasta ári.

Ég hefi orðað þá von, að heldur verði léttara undir fót þegar liður á árið. En ég spái engu góðu um afkomu ríkissjóðs. Það verður að neyta allra ráða til að draga úr útgjöldunum. Launagreiðslur hafa verið færðar niður, eitt strandvarnarskip og annað strandferðaskipið stöðvuð, og óhjákvæmilegt er að draga úr ýmsum þeim framkvæmdum, sem ráðgerðar eru í fjárlögum. Aukin tekjuþörf er og brýn, og mun nánar vikið að þeim málum síðar, en svo verður að koma fyrir nýjum álögum, að þær á engan hátt íþyngi aðþrengdum atvinnuvegum, en um linun þeirra skatta, er þyngst hvíla á atvinnuvegunum, verður að fara eftir því, hvað nýjar tekjur eða breyttar, horfur leyfa.

Alvara yfirstandandi tíma er mikil. Það búa í núverandi ástandi miklir möguleikar til úlfúðar og sundurlyndis. En því ríkari er þörfin á því, að flokkarnir skyggi ekki á þjóðina. Ég lýk máli mínu með þeirri ósk, að hið forna og virðulega þing beri gæfu til að leysa svo úr málum, sem bezt má verða fyrir þjóð vora og land.