25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í C-deild Alþingistíðinda. (3004)

28. mál, almannafriður á helgidögum

Jónas Þorbergsson:

Það eru aðeins fá orð út af ummælum hv. 1. þm. Rang. Ég sagði ekki annað en það, að ég gæti fylgt löggjöf, sem kæmi í veg fyrir ofþrælkun manna. Það er alveg hið sama og boðið er í Móselögum, að halda hvíldardaginn heilagan til að tryggja hæfilegan hvíldartíma. Þetta á vitanlega að ná til alls þjóðfélagsins. En nú hafa verið sett sérstök lög um hvíldartíma á togurunum, af því að hin almenna regla hefir ekki þótt geta samrímazt þörfum hans. Annars tók ég það skýrt fram að ég væri mótfallinn því, að af trúarlegum ástæðum væri verið að auka helgidagahald í landinu. Illknittni hv. þm. Vestm. þarf ég ekki að svara. Það, sem hann sagði, vottaði ekki einungis um skilningsbrest hans, heldur og um innræti hans, sem kemur fram í þeirri tilhneigingu hans að skyrpa úr klaufum til annara þm., hvort sem honum er gefið tilefni eða ekki.