29.04.1932
Efri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í C-deild Alþingistíðinda. (3034)

320. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv. fer fram á tvær breyt. á sveitarstjórnarlögum. Önnur er sú, að lækka íbúatölu þeirra kauptúna, sem geta átt heimting á því að verða sérstakt sveitarfélag, úr 300 niður í 200.

N. hefir ekki orðið þess vör, að það hafi komið að sök, þótt íbúatalan væri miðuð við 300. Nú munu vera 7 þorp á öllu landinu, sem hafa íbúatölu á milli 200–300. N. hefir ekki orðið vör við, að frá neinu af þessum þorpum hafi komið fram beiðni um að færa þetta takmark niður, og virðist því ekki vera brýn þörf á því að samþ. þetta frv. En n. þótti frv. varhugavert og taldi, að það mundi geta stofnað til flausturslegra skipta á fámennunt sveitarfélögum. Enda er það ekki útilokað, að kauptún, slík sem nefnd eru í frv., geti orðið sjálfstæð sveitarfélög, ef þörf virðist á, skv. 3. gr. sveitarstjórnarlaganna. Þar er atvmrh. gefin heimild til þess að skipta hreppi, ef samkomulag næst um það í héraði. N. leggur því til. að frv. verði fellt.