04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (305)

3. mál, landsreikningar 1930

lngvar Pálmason:

Fjhn. hefir ekki skilað áliti um þetta frv., en það er eins ástatt með það og málið næst á undan, að n. er klofin í því. Fólst það í orðum hv. 1. landsk. við 1. umr. málsins. En hv. 2. þm. Reykv. og ég leggjum til, að frv. verði samþ. Hefir frv. verið rætt í Nd. ýtarlega, og sjáum við ekki ástæðu til að hefja um það umr. hér að svo stöddu. Lítum við svo á, sem lítið muni koma fram í umr. hér umfram það, sem kom fram í Nd. Þó höfum við ekki afsalað okkur rétti til þess að taka hér til máls, ef ástæða yrði til. En báðir leggjum við til, að frv. sé samþ.