09.03.1932
Neðri deild: 24. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (3057)

89. mál, ungmennaskóli með skylduvinnu nemenda

Bernharð Stefánsson:

Ég ætla ekki að fara að ræða mál þetta nú, en mér dettur í hug, að það sé ekki sem heppilegastur staður fyrir það í menntmn., því að það hefir verið þar oft áður, og reynslan hefir orðið sú, að það hefir lítinn árangur borið. En þar sem í því er ýmislegt fleira en það, sent beinlínis getur tilheyrt menntamálum, t. d. ákvæðin um þegnskylduvinnuna, þá finnst mér rétt að vísa því til annarar n. en það hefir verið í áður, og verður að telja, að því sé þá bezt borgið í hv. allshn., því að eins og kunnugt er, er þetta að nokkru leyti héraðsmál, en svo ber vel í veiði, að í þeirri n. eiga sæti báðir þm. þess héraðs, sem málið er komið frá. Legg ég því til, að frv. verði vísað til allshn.umr. lokinni.