23.04.1932
Neðri deild: 58. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (3073)

89. mál, ungmennaskóli með skylduvinnu nemenda

Bjarni Ásgeirsson:

Mér er illa við, að málið sé tafið úr því að það hefir einu sinni fengið að komast svo framarlega á dagskrána, að röðin er komin að því. En þótt önnur umr. fari fram nú, óska ég, að atkvgr. verði frestað, þar sem sumir flm. eru ekki í bænum, því að ég vil ekki stofna málinu í voða. (MG: Og auk þess munu liggja hér fyrir brtt. frá fjarstöddum þm.).