25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í C-deild Alþingistíðinda. (3166)

263. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég vil ekki tefja framgang þessa máls með langri framsöguræðu og vil því leyfa mér að vísa til grg. frv. og óska, að það fari til sjútvn. að lokinni þessari umr.

Eins og kunnugt er, hefir frv. þetta legið fyrir tveim síðustu þingum, en ekki náð fram að ganga. Þó tókst í fyrra á annan hátt að hafa dragnótaveiðar nokkurn hluta ársins, og kom það vissum hluta landsmanna vel. Nú er mikill áhugi fyrir því meðal bátaútvegsmanna að fá einhverja fasta lagaheimild fyrir þessu, og því er frv. fram komið.