13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í C-deild Alþingistíðinda. (3205)

61. mál, gelding hesta og nauta

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Þetta litla frv. er nú komið aftur frá Ed. og hefir tekið þar nokkrum breyt. Eru þær það, að dómsmrh. setji reglur um sölu og afhendingu svæfingalyfs til geldingamanna og að dyralæknum sé skylt að kenna geldingaaðferðir og notkun svæfingalyfs an endurgjalds. Við þetta hefir landbn. ekkert að athuga. Það er aðeins 1 atriði, tímatakmarkið um það, hvenær 1. gangi í gildi, sem n. vill breyta. Í frv. stendur nú, að l. skuli ganga í gildi 1. jan. 1935, en þegar það fór héðan til Ed., var ákveðið, að þau gengi í gildi 1. jan. 1933. Landbn., sem tekur þetta mál alvarlega, þykir óþarflega langur frestur gefinn um framkvæmd laganna eins og frv. nú segir til. Hefir hún því komið fram með brtt. á þskj. 391 um að færa tímatakmarkið í sama horf og það var í þegar það fór héðan frá d., og leggur því til, að l. komi til framkvæmda 1. jan. 1933. Vill hún raða hv. d. til að samþ. þessa brtt.