17.02.1932
Neðri deild: 3. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Einar Arnórsson:

Hæstv. fjmrh. vildi gera samanburð á Rvíkurbæ og ríkinu. Mér skildist það vera hans skoðun, að úr því Rvík hefði ekki lagt fé til hliðar á góðu árunum, þá væri ekki við því að búast, að ríkisstj. hefði heldur gert það. En ég er viss um, að þegar hann athugar þetta nánar, þá skilur hann, að hér er ólíku saman að jafna. Tekjum Reykjavíkur er þannig háttað, að þær eru að mestu fastskorðaðar frá ári til árs, meðan sömu gjaldaákvæði gilda. Útsvörin geta alls ekki orðið hærri en áætlað er, en aftur á móti geta orðið veruleg vanhöld á þeim. Þetta er langstærsti tekjuliðurinn, og um hina er sviþað að segja. Þeir geta varla farið fram úr áætlun; það er hægt að reikna þá svo að segja alveg út fyrirfram. Þannig er um fasteignagjaldið; það er fyrirfram vitanlegt, hvað gelzt af húseignum og lóðum, aðeins þarf að áæætla tekjur af húseignum, sem bætast við á árinu. Svipað er að segja um tekjur af gasstöð og rafstöð. Það getur ekki munað verulega á þeim frá næsta ári á undan, nema hvað áætla þarf tekjur frá nýjum notendum. Munurinn á áætluðum tekjum bæjarins og raunverulegum tekjum hans getur því aldrei orðið mikill. Helzt getur einhverju munað á tekjum af höfninni. En höfnin á líka afgang frá fyrri árum. Ég veit ekki betur en veita eigi 75 þús. kr. á þessu ári af fé, sem afgangs var frá fyrra ári, til endurbóta á hafnarmannvirkjunum. (MG: Á ekki einnig að lækka hafnargjöldin?). Jú, það verður líka gert að því er fiskiskip varðar.

Aftur á móti er það svo hjá ríkinu, að á síðustu árum hafa raunverulegar tekjur farið margar (ca. 4–6) millj. fram úr áætlun. Það er að vísu rétt, að þar á móti koma útgjöld á fjáraukalögum, vegna þáltill., og ýms ófyrirsjáanleg útgjöld. En þau nema ekki svo miklu, að þrátt fyrir þau hefði átt að vera mikill afgangur af ríkistekjunum, ef ekki hefði verið farið út fyrir heimildir fjárlaganna og út fyrir aðrar heimildir. Það hefði getað verið til allverulegur afgangur eftir undanfarandi þrjú ár, ef stjórnin hefði haldið sér eins og hægt var við fjárlogin. Samanburður á aðstöðu ríkisins og Rvíkurbæjar hvað þetta snertir er því ekki réttur. Tekjur ríkisins eru miklu hreyfanlegri en bæjarins. Þegar góðæri eru, getur ríkið haft afgang, en tekjur bæjarins geta yfirleitt mjög lítið farið fram úr áætlun.