13.04.1932
Efri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í D-deild Alþingistíðinda. (3243)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Halldór Steinsson:

Ég á brtt., sem fer fram á það, að n. vinni kauplaust, ef hún verður skipuð. En eftir að hafa kynnt mér till. frá hv. 1. þm. Reykv., sem fer fram á svipað, get ég gengið inn á till. hans og tekið mína aftur. Mér finnst ekki nema sanngjarnt, að n. vinni kauplaust, þar sem þeir, sem ráða kosningu í hana, munu að jafnaði hafa mesta hagsmuni af starfi hennar. Tel ég það ófært á þessum erfiðu tímum að fara nú að stofna til nýrrar mþn. ofan á allar aðrar, sem skipaðar hafa verið undanfarin ár. Hefi ég tekið upp kostnað við nokkrar þeirra n., sem skipaðar hafa verið í stjórnartíð núv. stj. Dýrust hefir landbn. verið. Hefir hún kostað 42500 kr. Hefir sá kostnaður gengið misjafnt yfir. Einn nm. hefir fengið á 17. þús. kr.; er það hv. 1. þm. Árn. Annar hefir fengið á 14 þús. kr., það er hv. 1. þm. Eyf. Og Þórarinn á Hjaltabakka hefir fengið á 11. þús. kr. Hafa n.störfin þannig alls

kostað ....................

42.500 kr.

Þá er ríkisgjaldanefndin.

sem hefir kosta𠅅…

25.597 —

póstmálan. ................

5.500 —-

Siglingalöggjafarn…….

4.228 —

skattalöggjafarnefnd .......

16.422 —

kirkjumálan. .............

11.899 —

raforkun. .................

1.326 —

tryggingarmálan. ....................

7.400 —

laxan. .....................

6.300 —

Auk þess er á landsreikningunum til n.starfa, ósundurliðað:

Árið 1929 ……

8.356 —

Árið 1930 …...

3.045 —

Samtals

132.573 kr.

sem er kostnaðurinn í þessi 4 ár.

Hvað liggur nú eftir þessar n.? Landbn. hefir verið langdýrust, 42500 kr. En þó hefir pródúkt það, sem komið hefir frá henni, verið svo gallað, að stj. hefir ekki séð sér fært að flytja frv. hennar, og hafa einstakir nm. verið að burðast með þau. Liggur eitt þessara mála nú fyrir Nd. og hefir tekið stórkostlegum breyt. frá því, sem n. lagði til.

Þá eru störf ríkisgjaldan. Voru þau ekki önnur en það að semja og gefa út bækling um laun starfsmanna ríkisins. Hefði hver óvalinn maður getað tínt þetta upp úr landsreikningunum, og þó að það hefði orðið að borga honum einhverja þóknun fyrir, hefði ekki komið til mála, að hann hefði nálgast nokkuð kostnaðinn við n.

Þá er hin alræmda póstmálan. Eftir að hafa lokið störfum sínum, lagði hún fram till., sem voru svo fráleitar, að mótmæli komu gegn þeim hvaðanæva af landinu. Var alls ómögulegt að notast við þær. Er meira að segja nú, eftir að farið er að praktisera þetta nýja kerfi, útlit fyrir að ganga verði frá því aftur. Hefir n. t. d. gert ráð fyrir því, að alltaf verði um nægan skipakost að ræða. En nú er sú raunin á orðin, að ríkissjóður er ekki birgari en svo, að hann hefir orðið að draga úr skipaferðum, og raskast við það póstgangnakerfi það, sem allt er byggt á, svo að líkur eru til, að póstferðirnar komist í sama horf og áður.

Þá er endurskoðun siglingalöggjafarinnar dýrt verk fyrir 4228 kr. Tel ég engan vafa á því, að það verk hefði mátt leysa af hendi fyrir lægra verð.

Um skattamálan. er það að segja, að mér er ekki kunnugt um, að ríkisstj. hafi flutt eitt einasta frv. frá henni. Þó hafa einstakir menn flutt frv. frá n., sem ekki hafa orðið að lögum. Var þessi n. þó dýr, upp undir hálft 17. þús. kr.

Að því er snertir tryggingan. er það að segja, að stj. hefir ekki lagt fram neinar till. í tryggingamálunum. Er nú ekki nema einn maður í Nd. að berjast fyrir þessu máli, og gengur ekkert fram.

Árangur laxan. er það frv., sem nú siglir gegnum Nd. Sýnist laxinn vera nokkuð tormeltur fyrir þá þar.

Árangurinn af öllu þessu milliþingastarfi hefir reynzt lítill í samanburði við þann geysikostnað, sem það hefir haft í för með sér. Á síðustu árum hefir alltaf verið bætt við nýjum og nýjum starfsmönnum í stjórnarráðinu, og óviss útgjöld hafa farið þar hækkandi. Hefir því verið borið við, að með auknu starfsmannahaldi í stjórnarráðinu mætti komast hjá mþn.; þó hefir orðið allt önnur raunin á. Eru því landsbúar búnir að fá megnusun andstyggð á þessu milliþinganefndafargani. Munu þeir með réttu skoða það sem bitlinga í svanga munna, en mönnum gremst þó, hve þessir bitlingar eru ríflega úti látnir. Munu landsmenn vonast til, að slíku haldi ekki lengi áfram.