03.05.1932
Neðri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í D-deild Alþingistíðinda. (3264)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég get ekki séð, að ástæða sé til að óttast mikinn kostnað af þessari till., úr því að tekið er fram, að nm. skuli vinna kauplaust. Annars er þetta ofureinfalt mál. Það er lagt til, að skipaðir verði 5 menn til þess að rannsaka eitt af merkilegustu atvinnumálum okkar, iðnaðarmálin, og það virðist sannarlega ekki vera nein vanþörf á að gera það.