03.05.1932
Neðri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í D-deild Alþingistíðinda. (3265)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Jón Auðunn Jónsson:

Ég verð að segja það, að mér þykir undarlegt, þegar hér á að rannsaka sérstakan atvinnuveg, sem er í byrjun, og gera till. um breytt og bætt skipulag, að ekki skuli vera gert ráð fyrir, að neinn úr iðnaðarmannastétt eigi sæti í n. Það hefði verið sjálfsagt, að 3 nm. væru iðnaðarmenn, og þá helzt úr 3 störfum iðngreina. Ég tel það alveg óskylt að blanda hér inn í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda og Samb. ísl. samvinnufélaga. Þessi félög hafa engra sérstakra hagsmuna að gæta í þessu tilfelli. Það má náttúrlega segja, að allir landsmenn hafi hagsmuna að gæta. — Eins og till. er orðuð hvað nefndarskipunina snertir, get ég ekki fylgt henni og kem því með brtt. til síðari umr.