10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Ólafur Thors:

Þótt ég eigi sæti í fjhn., hefi ég ekki gefið út sérstakt mál. um þetta frv. Ég er í rauninni ekki mótfallinn þeim till. frv., sem hv. meiri hl. n. hefir fallizt a. En eins og sakir standa, er ég ekki reiðubúinn að gjalda jákvæði við nokkrum nýjum skattaálögum á þessu þingi, og mun ég skýra nánar frá afstöðu minni til þeirra í umr. um næsta mál á dagskránni (frv. um framlenging á gildi l. um verðtoll).