25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í C-deild Alþingistíðinda. (3363)

226. mál, jarðræktarlög

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Þetta mál er hér kunnugt og þaulrætt. hér er farið fram á þá breyt. á skipun stjórnar Búnaðarfél. Íslands, að í stað þess, að tveir af stjórnarnefndarmönnum eru nú kosnir af landbn. Alþingis verði þeir framvegis kosnir af búnaðarþingi, en ríkisstj. velji hinsvegar tvo endurskoðendur. Þetta er eindregin og margendurtekin áskorun frá búnaðarþingi. Ég býst við að öllum hv. þdm. sé þetta mál mjög ljóst og þarf því ekki að fara um það fleiri orðum. Ég álít óþarfa að vísa málinu til n., svo einfalt og alþekkt sem það er.