25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í C-deild Alþingistíðinda. (3377)

226. mál, jarðræktarlög

Pétur Ottesen:

Ég verð ennþá að láta undrun mína í ljós yfir því, að hv. þm. Mýr. skuli vera að stritast við að láta nú ganga atkv. um þetta mál á 102. degi þingsins, þar sem málið er ekki komið lengra áleiðis en það, að það er nú ekki komið lengra en til 2. umr. í fyrri deildinni og fyrir liggja aðrar till. um skipun þessa máls.

Það er alls ekki rétt hjá hv. þm. Mýr., að það séu ekki atriði, er snerta stjórn Búnaðarfél. Ísl. í frv. mþn., sem nú er verið að athuga í búnaðarsamböndum og hreppabúnaðarfélögum, það eru alveg þvert á móti einmitt þau atriði frv., sem öllu því, að búnaðarþingið tók þá ákvörðun að senda þessum aðilum málið til umsagnar. Þetta mál, ásamt þeim till. til breyt., sem þessir aðilar kunna að gera, verður svo að sjálfsögðu tekið af nýju til athugunar á næsta búnaðarþingi, og má því búast við, að það komi þaðan til Alþingis. Það er því með öllu ástæðulaust og fjarri öllum sanni að vera að bera fram nú á þessu þingi slíka breyt. á stjórn Búnaðarfél. sem þá, er hér um ræðir.