27.05.1932
Neðri deild: 85. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í C-deild Alþingistíðinda. (3380)

226. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég vil aðeins segja það, að það kom ekkert það fram í ræðu hæstv. forseta þessarar d., sem ekki hafði áður komið fram í ræðu hv. þm. Borgf. við 2. umr. þessa máls. Það er rétt, að málið er nú í undirbúningi hjá búnaðarfélögunum úti um land, fyrir tilstilli Búnaðarfél., en þau atriði, sem hér er farið fram á að lögfesta, eru í samræmi við þær till., sem fyrir liggja í þessum efnum, eins og ég hefi áður sagt. Vil ég því eindregið skora á hv. d. að fella dagskrártill., og ég vil beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann láti atkvgr. fara fram með nafnakalli.