14.03.1932
Neðri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í C-deild Alþingistíðinda. (3392)

92. mál, kartöflukjallarar og markaðsskálar

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Ég hefi því miður verið fjarverandi vegna lasleika meðan þetta mál hefir legið fyrir til umr., og er mér því ekki vel kunnugt um; hverjum orðum kann að hafa verið farið um það, en eftir því, sem ég hefi frétt, hefir það fengið góðar viðtökur og vil ég hakka d. fyrir þann skilning, sem hún með því hefir sýnt málinu.

Ég hefi heldur ekki haft nema litinn tíma til þess að athuga brtt. á þskj. 171, frá hv. 1. þm. N.-M: Þó lít ég svo á, að þær séu heldur til baga fyrir málið og með öllu þarflausar. Það, sem hv. þm. vill með till. sínum láta koma skýrt í ljós, er rétturinn til þess að geyma fleiri garðávexti í geymslu þessari en kartöflur einar. Ég held, að þetta komi allt af sjálfu sér í frv. eins og það liggur fyrir frá landbn., því að þótt geymslustaðurinn sé nefndur kartöflukjallari, er vitanlegt að aðrir garðávextir yrðu geymdir þar, þótt aðallega yrðu það kartöflur. Held ég, að engu þurfi að breyta um nafn frv. eða nokkur ákvæði þess til þess að slá þessum skilningi föstum; slíkt má gera með umr. um málið, að svo miklu leyti sem það er ekki gert í frv. sjálfu.

Þá er önnur höfuðbreyt. hjá hv. þm., þar sem hann ætlast ekki til, að aðrir fái þarna geymslu en þeir, sem framleiða ísl. markaðsvörur. Skilst mér á brtt., að þeim einum sé leigður kjallarinn til afnota, en hinsvegar ekki kaupendum. Þetta getur orðið til hins mesta óhagræðis bæði fyrir framleiðendur og eins þá, sem framleiðsluvörurnar kaupa. Á haustin er það mikilsvert fyrir bændur að geta losnað við þessa framleiðslu sína. Hinsvegar er bæði einstaklingum og félögum, sem kynnu að vilja kaupa garðávexti af heim í stórum stíl, gert það mjög erfitt, ef þeim er varnað að fá að geyma þá á þessum hentuga stað. Ég vil því halda fast við að bæði kaupendum og seljendum sé jafnheimill aðgangur að kartöflukjallaranum. Það ákvæði frv. miðar svo mjög að því að greiða fyrir sölu á innlendri framleiðslu, að ég hygg, að fyrir því verði eigi séð á hagkvæmari hátt.

Það má vel vera, að fleiri atriði séu í þessum brtt., sem máli skipta, þótt ég hafi ekki rekizt á fleiri, en væntanlega kemur það þá fram hjá öðrum, sem þetta mál ræða. Annars þykist ég sjá, að brtt. þessar séu fluttar af velvild til málsins, og þakka því flm. það, en ég held, að þær séu á engan hatt nauðsynlegar, og þeir annmarkar fylgja þeim, er auðveldlega geta orðið til þess að spilla framgangi málsins. Leyfi ég mér því að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt á þessu þingi.