01.04.1932
Efri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í C-deild Alþingistíðinda. (3404)

92. mál, kartöflukjallarar og markaðsskálar

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv. lá hér fyrir síðasta þingi, að heita má í sömu mynd og það er nú. Að vísu er í 1. gr. frv. nú aðeins gert ráð fyrir, að kartöflukjallarinn rúmi 6000 tunnur til geymslu, en í fyrra frv. var gert ráð fyrir 10000 tn. geymslurtími. Í frv. því, sem flutt var á síðasta þingi, var gert ráð fyrir að heimila úr ríkissjóði 50 þús. kr. til að reisa þessa byggingu, en í þessu frv. eru aðeins heimilaðar 40 þús. kr. til þessara framkvæmda. Tilgangur þessa frv. er sá, að greiða fyrir sölu á innlendum kartöflum og öðrum þess háttar framleiðsluvörum hér í Reykjavík, og jafnframt að ýta undir ræktun garðávaxta. f frv. er gert ráð fyrir, að stj. skuli heimilt að láta reisa geymsluskala fyrir vörur hér í Reykjavík og verja til þess 50 þús. kr. Í ákvæðum, sem gilda til bráðabirgða, er stj. heimilað að taka á leigu hús eða kjallara, sem hæft er til þessara afnota, og láta útbúa það eins og nauðsyn krefur vegna geymslunnar, á meðan ekki verður við komið að byggja kjallara hann, sem um getur í frv. Landbn. hefir gengið út frá því, að þessi leið yrði notuð til að byrja með. N. er sammála um, að frv. sé svo þýðingarmikið, að rétt sé að samþ. það og gera þessa tilraun, sem hnígur að því að koma landsmönnum til að nota sem mest sína eigin framleiðslu; Það á fullkomlega við nú á þessum krepputímum. Ég held, að hv. þdm. sé frv. svo kunnugt frá síðasta þingi, að ég þurfi ekki að fjölyrða frekar um það. Að lokum vil ég f. h. landbn. leggja til, að frv. verði samþ.