31.03.1932
Neðri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í C-deild Alþingistíðinda. (3438)

216. mál, söltunarlaun úr búi Síldareinkasölu Íslands

Flm. (Guðbrandur Ísberg):

Ég vil hakka vingjarnlegar undirtektir um rétta mál. Mun það vera rétt, að nægja myndi að fara venjulega leið og gefa síldarsaltendum yfirleitt forgangskröfurétt, en eins og hv. 2. þm. Skagf. benti á, getur verið dálítill vafi um þetta atriði vegna þess, að ekki er hægt að segja, að allir, sem höfðu á hendi síldarsöltun, væru bundnir starfsemi Síldareinkasölunnar.

Annars vil ég svara hv. 1. þm. S.-M. því, að mér var ekki kunnugt um, að um síldarsaltendur væri að ræða, sem ekki hefðu fengið greitt eitthvað af söltunarlaunum.

Í 1. gr. frv. liggur aðaláherzlan á því, að réttur síldarsaltenda sé viðurkenndur, en hefði ég vitað, að til væru síldarsaltendur frá síðastl. sumri, sem enga greiðslu hefðu fengið, þá hefði ég orðað greinina öðruvísi.

Annað atriði, sem hv. 2. þm. Skagf. minntist á, var það, er hann spurði, hve mikill hluti af hinum ógreiddu tollum myndi fara til greiðslu á verkalaunum. Munu það vera um 200 þús. kr., en tollar þeir, sem ríkissjóður á hjá Síldareinkasölunni, nema talsvert miklu meiru. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fara nánar út í þetta við þessa umr.