15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 818 í B-deild Alþingistíðinda. (344)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. þm. hafði það eftir mér, að allar vörur ættu að hækka, en kaupgjald að lækka. Slíkar fullyrðingar eru sjálfsagt jafnmikils virði fyrir verkalýðinn og hv. þm. sjálfan, þegar hann og sumir aðrir, sem þykjast hafa einokun á fólki, sem á bágt, rísa upp með trúboðskrafti eins og hv. þm. í þetta sinn.

En þeir, sem nokkuð hafa hugsað um þetta mál, geta séð, að við getum ekki fengið hærra verð fyrir okkar afurðir, nema þeir, sem af okkur kaupa, fái einnig hærra verð fyrir sínar þetta stendur og verður ekki hrakið.