03.06.1932
Neðri deild: 91. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í C-deild Alþingistíðinda. (3463)

32. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Vilmundur Jónsson:

Ég furða mig ekkert á þessu innskoti hv. 4. þm. Reykv. Hann hefir áður látið uppi skoðun sína á þessu frv. á mjög eftirtektarverðan hátt, á þinginu 1931, en þá fórust honum svo orð (Alþt. 1931, Sumarþing, C. 958. dálki, 22.–27. l. a. n.): „Það, sem mér líkar verst við þetta frv., er það, að með því á að taka ágóðann af atvinnu fárra manna til þarfa fjöldanum“.

Þykir mér rétt að minna á þessi orð nú, þar sem ekki virðist vera neinn ágreiningur milli stóru flokkanna um afgreiðslu þessa máls, frekar en önnur mál hér í þinginu, þessa síðustu daga, og þarf hv. 4. þm. Reykv. því sennilega ekki að óttast það, að þingið verði sér til háðungar að þessu leyti.