29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í C-deild Alþingistíðinda. (3491)

71. mál, sauðfjármörk

Bernharð Stefánsson:

Það var fjarri mér að vilja gera lítið úr héraðsstjórnunum, eins og hv. þm. S.-Þ. gaf í skyn, að ég hefði gert. En hitt sagði ég, að engin von væri til þess, að um 20 héraðsstj. gætu orðið sammála um ákvæði frv. Og ég leyfði mér að fullyrða, að árangurslítið yrði að vísa frv. til þeirra, an þess að nokkuð sé gert lítið úr vizku þeirra. Ég var nú heldur ekki að gera neitt lítið úr henni, þó ég héldi því fram, að reynslan ein gæti skorið úr um ýms atriði. Tillögur, sem frá sýslunefndum kæmu, mundu vafalaust stangast og engu hægara yrði eftir en áður að meta, hvað heppilegast yrði að taka. Svo hefir þetta orðið áður, þegar málum hefir verið vísað til þeirra. Ég efast þó ekki um, að í sýslunefndunum eru ágætir og vitrir menn, en þeir hafa yfirleitt stuttan tíma til sinna starfa, og hver einstök sýslun. hefir engin tók á því að bera sig saman við aðrar. Er því auðskilið mál, að starfið viðkomandi þessu máli mundi verða mjög í molum.

Hv. þm. sagði, að ég teldi mig einan vitrari en alla sýslunefndarmenn landsins. Ég veit nú ekki, hvenær ég hefi gefið tilefni til slíkra ummæla. Það var jafnvel helzt að heyra á honum, að ég mundi vilja náundir mig öllu löggjafarvaldi þingsins. Ég kannast a. m. k. ekki við, að svo hafi verið. Hér á Alþ. eiga nú sæti 42 þm. Ég get því ekki séð, að þau lög séu sett af einum manni, sem Alþ. samþ. Hitt er ekkert dæmafátt, að þm. mæli með frv. Það hefi ég gert, og ekkert annað. Ég veit ekki, hvað því veldur, að hv. þm. S.-Þ. viðhafði slík ummæli alveg að ástæðulausu. Hv. þm. var svo að tala um, að í sama stað kæmi fyrir framgang málsins, hvort það yrði afgr. með dagskrá eða að það væri samþ. sem lög, vegna þess hve langt væri þangað til heim væri ætlað að koma til framkvæmda. En hvenær sem málið verður samþ. Þá verður að gefa nokkurn frest til nauðsynlegs undirbúnings fyrir sýslurnar. Og að draga samþykkt þessa frv. og senda það til héraðsstjórnanna hlýtur að verða til þess, að dráttur verði á framkvæmd þessa máls. þessi frestur, sem ákveðinn er í frv., er ekki gefinn vegna athugunar á atriðum laganna, heldur vegna nauðsynlegs undirbúnings héraðanna. Og þann frest verður æfinlega að gefa, hann er m. a. til þess, að sýslunefndir ráðist ekki í að prenta markaskrár rétt áður og baki sér svo aukinn kostnað.

Þá vék hv. þm. að markadómnum og taldi vafasamt, hvort hann ætti að vera einn fyrir allt landið. Ég hefði ekkert að athuga við það, þótt hann hefði aðra skoðun á þessu efni en ég. En mér finnst þetta ekki stórvægilegra atriði en það, að ég get vel treyst hv. þm. sjálfum til að koma fram með brtt. um þetta atriði. Ég er ekki að krefjast þess, að hv. þm. bindi sig við frv. óbreytt. Það er opin leið að bera fram brtt. við það, sem betur má fara, og frv. verður aldrei afgr. á annan hátt en með þeirri venjulegu þinglegu aðferð.

Hv. þm. S.-Þ. ræddi ekkert verulega um efnishlið málsins, og sé ég því ekki ástæðu til að fara nánar út í það. En mér þótti dálítið kynlegt, hvernig hann tók í mál mitt. Það var eins og honum hætti það goðgá, að ég leyfi mér að mæla með frv., sem ég sjálfur hefi flutt.