04.04.1932
Neðri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í C-deild Alþingistíðinda. (3583)

8. mál, erfðaleigulönd

Hannes Jónsson:

Ég hefi ekki haft tíma til að athuga frv. nákvæmlega að þessu sinni. Þó hefi ég farið yfir brtt., og ætla ég, að þær séu yfirleitt til bóta, og sé ég, að n. hefir tekið ýmislegt til greina, sem ég gerði aths. við í fyrra. Þó er sumt allóljóst ennþá. T. d. vildi ég gjarnan fá upplýst, hvað felst í 5. gr. frv., þar sem ákveðið er svo, að skákir til grasræktar megi eigi vera minni en 2 ha. og skakir til garðyrkju eigi minni en 3000 ? m. Nú er gert rá fyrir, að landið geti verið tekið eignarnami af 10 manna landræktarfélagi. Er nú átt við, að landið skuli vera 2 ha. á félagsmann minnst, eða 2 ha. alls? Mér skilst, að meiningin hljóti að vera sú, að landið megi minnst vera. 20 ha. Þetta er atriði, sem ég vildi fá upplýst. Ef skipta á 2 ha. milli allra er verið að fara í kring um lögin. Þetta þarf að koma skýrt fram til að forðast ágreining.

Breyt. við 4. gr. var óhjákvæmileg, því að ákvæði frv. voru ótæk. En þó er ég ekki viss um, að rétt sé að hafa hamark ræktunartímans 5 ár, ef land er mjög lítið. Það er hart aðgöngu, að landeigendur þurfi að láta af hendi land sitt endurgjaldslaust í 5 ár meðan á ræktun stendur. Land þetta gætu landeigendur notað til slægna og beitar, annaðhvort sjálfir eða selt á leigu, t. d. til kúabeitar. Mun ég e. t. v. koma með brtt. um þetta við 3. umr. Ef n. vill taka slíkar brtt. til greina, væri mér kært að fá að tala við n. áður.

Þrátt fyrir ýmsa galla tel ég stigið rétt spor með frv. Getur oft verið örðugt fyrir þorp að fá land til ræktunar, þótt nálægar jarðir geti misst sér að meinalausu, en vilji ekki láta eða haldi í afarverði. Íbúum kauptúna er hollt og nauðsynlegt að geta stundað jarðyrkju, þegar þeir hafa ekki annað að gera.