19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í C-deild Alþingistíðinda. (3609)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég býst ekki við að þessu sinni að taka nema nokkur helztu atriðin ræðu hv. 2. þm. Skagf. til athugunar. Hann byrjaði á því að segja, að sú vinna, sem ég hefði lagt í undirbúning þessa máls, og áhugi minn fyrir framgangi þess, stafi af kala til réttarins. Mér finnst það mjög ósennilegt og ótrúlegt, að þessi hinn mjög svo virðulegi dómstóll komi þannig fram við nokkurn mann, að um hefndarhug geti verið að ræða af þeim stökum. Hitt vil ég minna þennan hv. þm. á, að við höfum áður leitt hesta okkar saman hér deildinni um líkt mál og þetta, þar sem hann var varnaraðstöðu eins og nú, og þar sem var um nýmæli að ræða, sem sætti mikilli mótstöðu af hálfu þess flokks, sem hv. 2. þm. Skagf. heyrir til, en nú, eftir að það er komið framkvæmd, er af öllum talin hin mesta framför, jafnt af flokksbræðrum hv. þm. sem öðrum. Ég á hér við nýmæli það, er gert var á þinginu 1928, um lögreglu- og dómsmálastjórn Reykjavík, þegar tekin var upp nýrri og hagnýtari verkaskipting milli hinna opinbera embættismanna bæjarins. Þessi sjálfsagða breyt. kostaði á sínum tíma hörð átök, enda beittust þeir flokksmenn hv. 2. þm. Skagf. gegn málinu af hinu mesta offorsi. Nú vita það allir, bæði hv. þm. og aðrir hv. þdm., að þessi breyt. hefir orðið til hinnar mestu nytsemdar öllum greinum, og séstaklega hefir hún haft afarmikla og víðtæka þýðingu fyrir Reykjavíkurbæ. Um það verður ekki deilt, enda sýndu flokksbræður hv. þm. bæjarstj. lofsverðan skilning á þessari umbót, því að þeir samþ. að auka lögreglu bæjarins um helming þegar breytingin var komin á, og nú er svo komið, að enginn mun lengur mæla því gegn, að formælendur þessa máls á þinginu 1928 hafi haft rétt fyrir sér. Svo mun það og reynast um þetta mál. Hinsvegar er það ekkert óeðlilegt, þótt maður eins og hv. 2. þm. Skagf., sem er leiðtogi íhaldsflokki, taki þessu máli hina venjulegu íhaldsafstöðu, sem og öðrum málum, er til framfara horfa. Slíku er ekki nema að búast við, og það verður auðvitað að meta framkomu mannsins með hliðsjón af þessu. Ég skal líka benda hv. þm. á, að framkoma þessa frv. er ekkert einsdæmi; í Danmörku, þar sem hv. þm. telur dómsköp og réttarfar slíka fyrirmynd, þar er dómsmálastj. að glíma við það ár eftir ár að koma líkum breyt. á, sem þetta frv. fer fram á, t. d. um opinbera atkvgr., sem gömlu dómararnir hæstarétti þar berjast mjög á móti og eru að því leyti enn íhaldssamari en hv. 2. þm. Skagf., og er þá mikið sagt.

Dómsmrh. Dana, sem hv. þm. þekkir og er mjög kunnur maður, hefir sagt það opinberlega, að það væri með öllu óhugsandi, að hæstiréttur hefði dæmt suma dóma, ef atkvgr. hefði verið opinber. Ekki er það kalinn þar, eins og hér er borið við, heldur einungis áhugi til umbóta á þessum sviðum sem öðrum.

Ég ætla ekki að tala mikið um nafn dómstólsins; það hefði ekki verið tekið hér upp, ef það stæði ekki svo á, að æðsti dómstóll þjóðarinnar, meðan hún var frjáls, hét einmitt þessu nafni. Að þessu leyti er sama máli að gegna og um Alþingi. Þegar það var endurreist með nýtt skipulagi og nýrri tilhögun á alla lund og undir nýjum kringumstæðum, þá þótti samt sjálfsagt að halda hinu forna nafni lýðveldistímans af sögulegum og þjóðlegum ástæðum, til þess að tengja saman nútíð og fortíð. Sama sjónarmið kemur hér til greina. Ég get ekki skilið annað en að þeir menn, sem heldur vilja lélegt danskhugsað nafn á æðsta dómstól okkar heldur en hið forna nafn, séu bara ekki nógu þjóðlegir. Það er einasta skýringin á því að vilja halda þetta ósmekklega og óíslenzka nafn, sem hefir verið þrýst upp á okkur samfara erlendri kúgun og í framtíðinni hlýtur ávallt að vitna um niðurlæging og hjáleiguskap þjóðarinnar, vitna um þá vesölu tíma, er við vorum „biland“ annarar þjóðar. Ég trúi því ekki að óreyndu, að hv. 2. þm. Skagf. meini þetta fullri alvöru og því síður það, sem hann sagði um erlendu þýðingarnar á nafninu. Ég minnist þess öllu falli ekki, að hv. þm. hefði nokkuð á móti því, þegar Landsbankalögin voru á döfinni hér í þinginu, að nafn bankans á erlendum málum væri lögfest, enda var það alveg sjálfsagt, til þess að fyrirbyggja rugling í sambandi við nafn þjóðbankans.

Þá talaði hv. þm. um aldurstakmörkin. Það sem hann sagði um þau, er allt byggt á misskilningi, sem mun stafa af því, að hann hefir ekki fylgzt með umr. um málið Ed. fyrra. Eins og þar var greinilega tekið fram, er hér átt við veitingarskilyrði, þannig að aldursmörkin eiga við það, þegar dómarar koma inn réttinn. Þannig yrði t. d. maður, sem verið hefir sýslumaður 3 ár, en er ekki nema 29 ára að aldri, að bíða eitt ár, þar til hann gæti tekið sæti dómnum, þó hann að öðru leyti fullnægði veitingarskilyrðunum. Á sama hátt gæti eldri maður en sextugur ekki tekið sæti dómnum, og snertir það alls ekki það atriði, sem stjskr. mælir fyrir um, um lausn dómara frá embætti. Að tala um stjórnarskrárbrot þessu sambandi er fjarstæða. Hér er einungis um praktískt atriði að ræða. Það er ekki heppilegt, að t. d. 62–63 ára gamall maður kæmi inn réttinn, yrði svo t. d. heilsulaus rétt strax og fengi lausn eftir 2–3 ár með fullum launum til dauðadags. Slík tilhögun yrði ríkinu mjög kostnaðarsöm, því embætti þessi eru þó meðal hinna hæst launuðu, svo sem kunnugt er. Hinsvegar má það vel vera, og ég mun ekki mæla því gegn, að greinin væri orðuð um, til þess að þetta komi skýrt fram, t. d. bætt við setningunni „þegar dómari fær embætti réttinum“ eða eitthvað á þá leið. Slíkt er ekki nema algengt um frv., að orða þarf einstakar greinar þeirra um, til þess að fyrirbyggja allan vafa um skilning þeirra. Vitaskuld kemur þetta ákvæði ekki til greina um núv. dómara hæstaréttar, þar sem þeir eru dómarar fyrir, svo að hér er ekki um neitt ósamræmi að ræða, eins og hv. þm. vildi vera láta, heldur það, að hann hefir ekki hugsað þetta mál til hlítar né kynnt sér þær umr., sem fram hafa farið um málið hér þinginu áður. Ég skal ekki að svo stöddu fara neitt út það, hvort menn 60 ára eða eldri séu færir um að gegna dómarastörfum eða ekki. Þetta skiptir ekki beint máli hér, því eins og ég hefi tekið fram, er aldurstakmarkið miðað við veitingu dómaraembættis. Ég mun ekki heldur koma sérstaklega inn á það, er einn hæstaréttardómari fékk lausn í vor vegna heilsuleysis. Það er mjög gleðilegt, að heilsa hans er nú miklu betri, og má það teljast kraftaverk, hversu heilsu hans hefir brugðið til batnaðar á svo skömmum tíma. Í fyrra var hann niðurbrotinn á heilsunni og bað um frí frá dómstörfum um lengri tíma. Engum datt þá hug, að honum myndi batna svo fljótt sem raun varð á, og þess vegna var honum veitt lausn frá embætti, eins og hann óskaði eftir.

Hv. þm. kvað ástæðuna til þessa fyrirkomulags, að dómarar skipuðu sig sjálfir, vera þá, að stjskr. legði ríka áherzlu á aðgreininguna milli dómsvalds og framkvæmdarvalds. Hér fer hv. þm. með staðlausa stafi, enda er víða þingræðislöndum erlendis horfið frá þessari tilhögun, án þess að slík breyt. þyki brjóta bága við anda stjskr. Í Vesturheimi eru dómarar meira að segja kosnir og þykir gefast vel. Hér hlustar nú á okkur einn merkur og ágætur dómari frá Vesturheimi, sem kosinn er til 4 ára til þess starfs. Norðmenn hafa einnig afnumið þetta fyrirkomulag hjá sér, þrátt fyrir mótmæli hæstaréttardómaranna þar, og nú hefir einn dómaranna þar sagt, að enginn dómari hæstarétti Norðmanna myndi framar óska eftir gamla fyrirkomulaginu um sjálfskipun dómara. Sama er að segja um bæði Finna og Svía, sem hafa horfið frá gamla fyrirkomulaginu. Sama hlýtur og að verða uppi á teningnum hér.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta að svo stöddu, en síðar mun ég koma nokkru nánar inn á þessi mál, ef þurfa þykir.