19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í C-deild Alþingistíðinda. (3611)

15. mál, fimmtardómur

Guðbrandur Ísberg:

Það er svo með hæstaréttarlögin frá 1919 eins og önnur lög, að ekki er nem réttmætt að breyta þeim, ef þurfa þykir. En mér finnst þær brtt., sem hér liggja fyrir, koma fram með nokkuð einkennilegum hætti. Það er sem sé föst venja, ef óskað er breyt. á einhverjum lögum, að flytja þá brtt. við þau, sem standa sjálfstæðar, jafnhliða lögunum, eða eru síðar felldar inn þau. Hér er farin talsvert önnur leið. Hér eru nokkrar breyt., flestar smábreytingar, felldar inn hæstaréttarlögin, og þau síðan borin fram sem nýr lagabálkur. Með þessari aðferð er þingmönnum gert mjög erfitt að átta sig á hinum raunverulegu breyt. á hæstaréttarlögunum, sem lagt er til, að gerðar verði. Margar brtt. eru svo smávægilegar, að maður gæti jafnvel freistazt til að ætla, að það hafi verið leitað að tilefnum til breyt. T. d. má henda á 28. gr. frv., 2. lið, sem er nákvæmleg. samhlj. 2. lið í 21. gr. hæstaréttarlaganna, að öðru en því, að þar er raðtala skrifuð með bókstöfum á tveim stöðum, en frv. er hún á öðrum staðnum skrifuð með bókstöfum, en á hinum með tölustaf.

Flestar breyt. í þessu frv. eru, eins og áður er sagt, svo smávægilegar, að það virðist ekki ástæða til að fjölyrða um þær fyrr en frv. er komið úr nefnd. Þó eru það þrjú atriði, sem mjög eru athugaverð og má telja, að horfi til verulegra skemmda á hæstaréttarleigunum. Hv. 2. þm. Skagf. hefir nú þegar bent á þau allrækilega. Er þar fyrsta að telja nafnið á dómstólnum, sem á að vera fimmtardómur. En samtímis á að lögfesta enskt heiti á dómstólnum, sem þýðir nákvæmlega útlagt æðstiréttur eða hæstiréttur. Og á öllum öðrum málum á dómstóllinn að táknast með orðum, er þýða hið sama. Hann má aðeins ekki heita hæstiréttur á íslenzku, eins og verið hefir. Mér finnst þetta afaróviðkunnanlegt, þó það raunar hafi litla praktíska þýðingu. En maður gæti látið sér detta hug eftir þessu fordæmi, að fram kæmi till. um það, að skýra landið um og nefna það t. d. Garðarshólma, eins og það um skeið var kallað, þó það yrði látið halda áfram að heita Ísland á erlendum málum. Eða að breytt yrði nafni á höfuðstað landsins, eins og gert var Rússlandi, er Petrograd var breytt Leningrad.

Önnur ástæða á móti þessari breyt. er sú, að nafnið fimmtardómur á alls ekki við um þá stofnun, sem frv. ræðir um. En það er annar dómstóll landinu, sem þetta nafn er tilvalið á, og það er landsdómurinn. Ég geri ráð fyrir, að lögum um þann dóm verði mjög bráðlega breytt, og því vil ég skjóta því til hv. þd., hvort ekki sé vel til fallið að geyma þeim dómi þetta nafn, en láta hæstarétt halda sínu nafni, eða ef það nafn þætti of danskt, þá t. d. að breyta því í æðstarétt.

Annað atriði þessu máli, sem ég tel mjög óheppilegt, er það, að hæstiréttur skuli lagður niður. Ég get með engu móti skilið, hvaða nauðsyn ber til, að svo skuli gert. Hún er áreiðanlega engin fyrir hendi. Auk þess er mikill vafi á um það, hvort hér er ekki um hreint stjórnarskrárbrot að ræða. Mér virðist þetta ákvæði frv. svo fráleitt, að ég leyfi mér að óreyndu að ganga út frá því sem vísu, að snúi hv. n., sem fær frv. til meðferðar, felli þetta ákvæði úr því.

Þá er það þriðja atriðið, sem ég vildi benda á, en það er, að felld er niður prófraun þeirra manna, er óska að skipa hæstarétt. Ég verð að álíta það mjög óheppilegt eins og nú standa sakir á pólitíska sviðinu, að láta framkvæmdarvaldið vera allt of einrátt um skipun æðsta dómstólsins í landinu, en miklu réttara, að hæstiréttur hafi þar ofurlítinn íhlutunarrétt, eins og verið hefir. — Hæstv. dómsmrh. ræddi um það, að Danmörku væri allhörð deila um það að breyta þessum ákvæðum. En það má benda á það, að þeir menn eru með tilliti til pólitísks þroska lengra komnir en við, en auk þess munu það vera sócíalistar þar landi, sem mest berjast fyrir þessum breytingum ci hæstarétti Dan.. Og þó að pólitískur þroski sé almennt kominn á hærra stig í Danmörku en hér, þá er fullkomin ástæða til að ætla, að sócialistar þar vilji ná pólitískum yfirráðum á sínum hæstarétti, eins og það eru sócialistar á landi, sem keppa að hinu sama. En það verður að álítast illa farið hér, ef hæstiréttur, sem þjóðin óskar, að sé ópólitísk stofnun, yrði gerður að pólitískri togstreituklíku.