19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í C-deild Alþingistíðinda. (3617)

15. mál, fimmtardómur

Jón Auðunn Jónsson:

Það endurtekur sig nú sem fyrr, að hæstv. dómsmrh. gengur á sín fyrri orð og gerðir. Nú segir hann, að fyrir sér hafi vakað það, er hann þar fram frv. um skiptingu bæjarfógeta- og lögreglustjóraembættanna 1928 að fá verkaskiptinguna, eins og fram á var farið því frv. Á þinginu 1928 hafði hann sjálfur slík orð um tilgang sinn með því frv.:

„Þó að hitt atriðið, um verkaskiptingu þessara embætta, sé þörf ráðstöfun, er það ekki svo nauðsynlegt, að það eitt hefði knúð stj. til þess að koma fram með þetta frv. Þótt lögreglustjórn og tollstjórn séu ólík störf og bæði umfangsmikil, þá er ekki brýn ástæða til að aðgreina, ef ekki væri hér um aðra ástæðu að ræða, þ. e. nauðsynina á að stilla laununum í hóf“. (Alþt. 4699).

Hér þarf því ekki frekar vitnanna við um tilgang hæstv. dómsmrh. með embættaskiptingu þess frv. Þar eru hans eigin orð til frásagnar.

Um það mál, sem hér er á dagskrá, vil ég segja það, að fyrir honum er breyt. á dómaskipuninni aukatriði. Þetta frv. er fram borið til að losna við hæstaréttardómarana. Fyrir þetta skal hann ekki sverja, dæmin, sem tekin hafa verið, eru glögg. Ég skal bæta einu við.

Á þingmálafundi á Ísafirði kom einn skoðanabróðir hæstv. dómsmrh. með till. um að breyta hæstaréttarlögunum. Ég spurði hann, hvort hann teldi ástæðu til að breyta þeim til þess að fá meira réttaröryggi landinu. Því svaraði hann neitandi. Heldur væri ástæðan sú, að hann teldi dóma hæstaréttar ekki samræmi við réttarmeðvitund sína. Ég spurði hann þá, hvort svo væri um alla dóma réttarins, en við því kvað hann nei. Því að dómur sá, er prófessorarnir dæmdu vetur, hefði að öllu leyti veri í samræmi við réttarmeðvitund sína. Maðurinn játaði því hreint og beint, að ástæðan væri engin önnur en sú, að hann vildi losna við núv. dómara hæstaréttar. Þannig er og um fleiri skoðanabræður hæstv. dómsmrh. úti um land; fyrir þeim vakir ekkert annað.