15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í C-deild Alþingistíðinda. (3628)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. minni hl. (Einar Arnórsson):

Ef það á svo að heita, að ég sé ósamræmi við sjálfan mig, þá er hv. þm. Ísaf. ekki síður ósamræmi við sjálfan sig.

Það er nú kunnugt orðið, að hv. þm. Ísaf. hefir fengið ekki allfá aukastörf hjá hæstv. stj., sem gefa honum drjúgan skilding að sögn. Svo að ef ég er í ósamræmi við sjálfan mig fyrir það, sem ég hefi haldið fram þessum málum, þá er hann það ekki síður.

Annars sé ég ekki ástæðu til að ræða frekar um brtt. hv. þm. Ísaf. og læt hv. d. sjálfráða um, hvort hún samþ. hana eða ekki. Það má segja, að mér sé þetta mál skylt, eins og ég hefi tekið fram, og því vil ég ekki um það ræða.