29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í C-deild Alþingistíðinda. (3659)

15. mál, fimmtardómur

Jón Þorláksson:

Það er nú komið svo fyrir hæstv. dómsmrh., sem oft vill nú verða, að lítið er um rökin hjá honum gegn því, sem ég hafði sagt um þessa smíði hans. En rökþrotin reyndi hann að dylja með málalengingum um ýmislegt, sem ég hafði ekki gert að umtalsefni minni ræðu. Mér þykir rétt, þótt hæstv. ráðh. tolli nú illa hér í d. dag eins og endranær, að svara einstöku atriðum úr ræðu hans, þeim atriðum, sem mér þykja svaraverð.

Hæstv. ráðh. sagði, að mér hættu of stórfelldar flestar þær breyt., sem lagt er til, að gerðar verði áa dómstólnum. Þetta er misskilningur. Ég hefi ekkert sagt í þá átt, því að í frv. eru naumast gerðar stórfelldar breyt. Hv. 4. landsk. lýsti því, að það er í 3 atriðum einkum gerðar breyt. á æðsta dómstóli landsins. 2 af þeim 3 atriðum eru merkust fyrir það, að eindreginn afturhaldslitur er á þeim. Eru þau spor aftur á við, úr nútíð aftur í miðaldir. Hefi ég gert að umtalsefni það fordæmi, sem myndaðist, ef löggjafarvaldið lögleiddi það að leggja niður æðsta dómstól landsins, og væri hæstv. dómsmrh. lítið gagn að því, að raktar væru till. hans því máli.

Það er viðurkennt af öllum, að okkar réttarfærslu er mörgu áabótavant. En hinum nýjustu lögum um hæstarétt er ekki í neinu verulegu ábótavant. Ef hæstv. stj. hefði viljað taka sér fyrir hendur að endurbæta löggjöfina um réttarfarið, þá hefði hún byrjað á allt öðru. En það vakti ekki fyrir hæstv. ráðh. með fimmtardómsfrv. að gera endurbætur á réttarfarslöggjöfinni. — Dómaraprófið vil ég ekki gera að umtalsefni.

Þá talaði hæstv. dómsmrh. um fáfræði annara, en kom upp um sjálfan sig með því að viðurkenna, að það sem hann vissi í þessu máli, hefði hann fengið með símskeytum frá sendiherra Ísl. í Kaupmannahöfn. Situr því sízt á honum að bregða öðrum um vanþekkingu. Annars vil ég ekki um það dæma, hvern trúnað megi leggja á upplýsingar hans að öðru leyti.

Þegar hæstv. ráðh. var búinn að tala langt mál um dómarapróf, kom hann að því, sem ég hafði aðallega gert að umtalsefni, sem sé niðurlagningu réttarins. Kallaði hann það fordæmi, er æðsti dómstóll landsins hafði verið lagður niður 1919. Þetta er ekki rétt. Æðsti dómstóllinn var þá aðeins fluttur inn í landið og gerðar breyt. á dómaskipun, sem höfðu í för með sér afnám landsyfirréttarins. Mætti hér enn tala um vanþekkingu hæstv. dómsmrh., ef maður væri ekki löngu orðinn svo þreyttur á því, að ekkert gaman er að því lengur.

Þá taldi hann það til málsbóta fyrir niðurlagningunni, að í frv. sé talað um, að núv. dómarar geti flutzt yfir í fimmtardóminn, ef þeir æskja þess. Spyr hann síðan, hvað þessi breyt. geri til, ef dómarar megi þetta, og segir það fjarstæðu eina að tala um niðurlagningu réttarins. En því er þá verið að setja þessa firru í 2. gr. frv. ? En þótt nú sé svo mælt í ákvæðum um stundarsakir aftast þessu frv., að núv. dómarar skuli skipaðir í fimmtardóminn, ef þeir æski þess, þá er það ákvæði engu föstu sambandi við þessa lagasetningu, og er það einungis að skilja sem einskonar traustsvott eða miskunnsemi við núv. dómara hæstaréttar, en fordæmið um niðurlagningu réttarins stendur til afnota hverri stj., sem á eftir kemur, og þeir komandi dómarar, sem vilja kveða upp dóma, sem valdhöfunum kunna að vera óþægilegir, hafa enga tryggingu fyrir því, að þetta ákvæði um stundarsakir verði látið ná til þeirra. Fyrst hæstv. dómsmrh. lítur svo á, að með bráðabirgðaákvæði þessu sé niðurlagning hæstaréttar gerð að engu, finnur þá hv. d. ástæðu til að halda þessu ákvæði frv., ef það annars á að verða að lögum?

Þá neitaði hæstv. ráðh. því, að hann bæri kala til hæstaréttardómaranna. Það hafði ég raunar aldrei sagt, heldur hitt að hann bæri óvild til þessa dómstóls, og finnast þess glöggar sannanir Alþt. Enda fann hann, að þessi vitnisburður mundi ekki verða tekinn trúanlegur og greip því til þeirrar varnar, sem honum er tóm. Hann segir ekki, ég er að vísu vondur, en hann hugsar það, og svo afsakar hann sig með því, að til séu líka aðrir menn vondir. Það er ekki tiltökumál, þótt stj. ráðist hæstarétt landsins og leggi hann niður, því að hvað hafa ekki blöð stjálfstæðismanna gert? — Segir hann, að sjálfstæðismenn hafi átalið ýmislegt fari hæstaréttardómara. Datt mér hug, þegar hæstv. ráðh. bar fram þessar varnir, að þessi maður hefir orðið fyrir því óláni að eldast svo snemma, að þegar hann losnar úr blaðamennskunni og kemst ráðherrastól, þá er hann kominn af framfaraaldrinum. Honum tókst ekki að vaxa frá því að vera blaðamaður og upp það að geta verið ráðherra, og fannst honum því að hann mætti ráðherrasæti fremja allt jafnljótt og hann leyfði sér blaðamennskunni. Það væri sök sér, þó að hann sem blaðamaður segði: Ég þarf ekki að vera vandaðri en kollega minn, ég get leyft mér að skrifa Tímann eins og hann skrifar í Morgunblaðið. En það hefir verið regla, að ráðherrar og löggjafar settu sér hærra mark og gerðu hærri kröfur til sín en blaðamenn, sérstaklega þar sem blaðamennska stendur ekki á hærra stigi en á Norðurlöndum og þá einkum hér á landi. Vil ég þó ekki með þessu fella neinn dóm á framkomu blaðanna gagnvart þessum dómurum. Verð ég að játa, að ég les slíkar blaðagreinar ekki með þvílíkri athygli, að ég geti farið að rökræða um þær við hæstv. dómsmrh. En jafnvel þótt eitthvað slíkt komi fram í blaðagreinum, sem ekki er hægt að verja, gefur það honum engan rétt til að fótum troða grundvallarreglur þjóðfél. Og það, að hann lætur sér detta hug að afsaka niðurlagningu hæstaréttar með því, að einhver blaðanna hafi hnýtt dómara réttarins, sýnir, hve langt hann á enn eftir til þess að fullnægja þeim kröfum, sem ávallt hafa verið gerðar til ráðh. hér á landi, þangað til hann settist það sæti.

Mér þótti hæstv. ráðh. sækja nokkuð langt, þegar hann fór út fyrir blaðamennskuna og út í viðskiptalífið og líkti því við ofsókn, þegar málaflutningsmaður einn hér sleit viðskiptum við félaga sinn og þeir stofnuðu hvor sína málafærslustofu. Mætti spyrja, hví það væri frekar ofsókn á hendur Ólafi Þorgrímssyni, að Gústaf Sveinsson flytur frá honum, en ofsókn á hendur Gústaf, að hann er látinn fara úr húsnæði því, sem hann hefir haft. Held ég, að þetta um ofsóknirnar sé hugarburður einn hjá hæstv. dómsmrh.

En þó að hæstv. ráðh. hafi ekki getað vaxið frá blaðamennskunni og upp ráðherrasætið, þá mun það rétt, að sjálfsþekking hans hafi aukizt. Hann gerir sem sé ráð fyrir því, að það muni fremur rýra lögfræðing áliti manna, ef hann hefir of mikil mök við dómsmrh. eða er alltof viljugur að hlaupa erindi hans. Getur það vel verið rétt hjá honum að gera ráð fyrir þessu, en í þeim staðreyndum hann nefndi, er engan ofsóknarbrag hægt að finna.

Þá fór hæstv. ráðh. einnig út fyrir hinn eiginlega blaðamannahóp, er hann vísaði í það, sér til afsökunar, að fram hefði komið gagnrýni á hæstarétt frá Sigurði Eggerz. Já, það kom fram samskonar gagnrýni á hæstarétt frá Sig. Eggerz og nú kemur hér fram á frv. hæstv. dómsmrh. S. E. fann að því, að dómur, sem varðaði hann einhverju, var kveðinn upp af hæstarétti, þar sem engir fastir dómarar áttu sæti, heldur 3 tilkvaddir embættismenn, sem engir voru óháðir umboðsvaldinu. Hvað, sem menn álíta um dómsniðurstöðuna, þá er rétt að finna að því, að æðsti dómstóll landsins sé svo skipaður, að engir reglulegir dómarar eigi þar sæti. Þetta er það sama, sem við finnum að frv. hæstv. dómsmrh., að rétturinn er ekki æfinlega nú, og því síður, ef frv. verður að lögum, óháður umboðsvaldinu. Sé ég ekki, að það réttlæti niðurlagningu hæstaréttar, að slík gagnrýni komi fram.

Hæstv. dómsmrh. endaði með svolítilli byltingahugleiðingu. Ætla ég ekki að fylgja honum út þá sálma, en vil þó aðeins benda á það, að auðmýktin er sú sama og endranær. Hugsanagangurinn er þessi: Jóni Þorlákssyni hefir dottið í hug að gera byltingu. Hví skyldi ég þá ekki megi koma með frv. um það að leggja niður æðsta dómstól landsins? Hefir þetta alltaf kveðið við. Hann afsakar jafnan allt sukk sitt með ríkisfé með því, að aðrir hafi sóað enn meiru, og ver sig með því, að hann megi alltaf vera einu stigi lakari en þeir, sem hann þekkir lakasta á hverju sviði.