31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í C-deild Alþingistíðinda. (3674)

15. mál, fimmtardómur

Magnús Torfason:

Ég er víst sá seki í þessu máli (JónÞ: Einmitt alsaklaus.) og vil því geta þess, að ég kom á fund eins og ég er vanur, því að ég hefi jafnan gætt þess að vera viðstaddur þær atkvgr., sem máli skipta. Ég var kallaður út úr deildinni til að vinna verk, sem mér bar skylda til að inna af hendi, og taldi og mér óhætt að fara, af því að hv. 2. þm. Eyf. hafði kvatt sér hljóðs síðast er umr. var frestað. Ég var inni skrifstofu og heyrði ekki, að klukku væri hringt, og kemur þá að því að ef sökin er nokkursstaðar, þá er hún hjá okkar dásamlegu nýju þingklukku, sem reynslan hefir sýnt, að hringir ekki eins snjallt og gamla klukkan. Það hefir oftlega viðgengizt, þótt atkvgr. væri byrjuð, að bókað væri við meðan veri er að fá þm., sem eru húsinu, inn á fundinn. Hefir að vísu sjaldan þurft til þess að taka þessari d., en Nd. er þetta daglegt fyrirbrigði. Þá hefir líka verið álitið, að atkvgr. væri ekki lokið fyrr en forseti hefir lýst henni. Ég vil minna á það, að 1901 var beðið 30 mínútur með atkvgr., meðan verið var að leita að þm. úti í bæ, og var sú atkvgr. tekin gild. Enda liggur augum uppi, að stefna ber að því, að atkv. komi sem réttast og ljósast fram og úrslit mála fari ekki eftir tilviljun, heldur eftir raunverulegu atkvæðamagni.