05.04.1932
Neðri deild: 43. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (37)

1. mál, fjárlög 1933

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Vegna þess, að þessi ræða mín verður hin síðasta ræða, er flutt verður í útvarpið að þessu sinni, mun ég ekki svara ýtarlega þeim hv. andstæðingum, er að mér hafa vikið í þessum umr. Þó vil ég ekki láta undan draga að segja hv. þm. Seyðf. það, að ég hefi engar persónulegar hótanir haft í frammi við hann. þvert á móti: ég hefi tekið það fram, að ég áliti hann fyllilega stöðu sinni vaxinn. Ég minntist hinsvegar á það, að eina ástæðuna af fleirum til þess, að hann hefði fengið þetta starf, mætti að sjálfsögðu telja ráð samstarf á þjóðmálasviðinu, sem á heim tíma hefði verið milli hans og hæstv. þáv. stj., og að sú þátttaka bindur hv. þm. í umtali um þær stjórnarathafnir, sem hann er samályrgur um. Ég býst nú raunar ekki við, að hv. þm. Seyðf. hafi nokkurntíma komizt svo langt að verða talinn heiðursfélagi í Framsóknarflokknum, en hann hefir þó verið meðstarfsmaður flokksins, að því leyti að styðja stj. hans til valda um 4 ára skeið. (HG: Ekki þau síðustu).

Hv. þm. Seyðf. rakti ýtarlega, hvernig hann taldi mig vilja bæta tollum á tolla ofan á þjóðina, en hann hefir einmitt sjálfur lagt til að hækka um 200% toll af innflutlum vörum frá Spáni. Hann gætir þess ekki, að okkur er nauðsynlegt að haga okkur gætilega í tollamálum gagnvart þessu ríki, sem við þurfum að selja svo margfalt meiri vörur heldur en það, sem við kaupum haðan. Ég er hv. þm. sammála um það, að vínið sé sú vörutegund, sem eigi að bera háa tolla, en eins og aðstaðan er nú, er alls ekki vogandi að leggja út í það að hækka toll á þeirri vörutegund. Ég hefi talað um að fylla upp í þá eyðu milli tekna og gjalda á þessa og næsta árs fjárlögum, sem fyrirsjáanleg er og mun nema um eða yfir 2 millj. kr., en mér þykir gaman að benda á það til samanburðar, að einmitt hv. þm. Seyðf. hefir lagt til, að auknar verði álögur á þjóðina um 11 millj. kr., og þrátt fyrir ástandið, sem er, þá heldur hann ennþá jafn-fast við þessa sína gömlu till. um 11 milljónirnar og áður. Ég skal svo láta útrætt um þessi viðskipti okkar hv. þm. Seyðf.

Ég vil þá víkja nokkrum orðum að afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1933. Það er útlit fyrir það, að hún geti orðið sæmileg. Í hv. fjvn. er samkomulag um það, að afgreiða gætileg fjárlög. Á tímum eins og þeim, sem nú eru, eru menn yfirleitt fremur svartsýnir á fjármálin, og þegar slíkt hugarfar litar fjárlögin, þá gengur betur en ella að koma fram tekjuhallalausum fjárlögum. Vitanlega þarf, til þess að slíkt geti orðið, að samþykkja framlengingu bæði á gengisviðauka og verðtolli, sem stj. hefir óskað að fá samþ., og frv. fjvn. um bráðabirgðafrestun ýmsra laga. Hinsvegar skal ég geta þess, að slíkar samþykktir eru sannarlega ekki gerðar fyrir stj. eina. Það er ekki gert fyrir stj. að afla ríkissjóði brýnustu tekna; það er gert fyrir þjóðina alla. Það er því gert þjóðinni allri til meins, að hindra framgang þessara tekjustofna, sem nauðsynlegir eru til þess að standa straum af þeim útgjöldum ríkissjóðsins, sem þingheimur allur hefir átt þátt í að samþykkja. Því er ekki að neita, að nokkur hiti hefir hlaupið í þingflokkana að þessu sinni í sambandi við stjórnarskrármálið, sem orðið er allmikið kappsmál, en þó er alls ekki vonlaust um góða úrlausn þess máls. — Flokkarnir hafa, að því er virðist, verið fram að þingbyrjun þrískiptir í málinu. Einn flokkurinn hefir lagt til, að landið yrði gert að einu kjördæmi. Annar flokkurinn hefir viljað breyta til farra og stórra kjördæma með hlutfallskosningu. Og þriðji flokkurinn hefir viljað halda í aðalatriðum óbreyttri þeirri skipun, sem er. En nú virðast þessir flokkar vera farnir allmjög að nálgast hverir aðra, svo að það sýnist svo, að þeir muni geta orðið asattir um að leysa þetta mál á einum og sama vettvangi, þeim, að fjölga þm. í Rvík og jafna að öðru leyti kjördæmakosninguna með uppbótarsætum. Þegar svo langt er dregið til samkomulags, að viðureignin er það á sama vettvangi, sýnist mér, að það væri meira giftuleysi heldur en Alþingi áður hefir átt að sæta, ef ekki dregur til samkomulags um þetta mál. Mér þótti mjög óheppilega til orða tekið hjá einum hv. þm. hér áðan, er hann sagði, að framsóknarmenn hefðu átta stolin þingsæti hér á Alþingi. Það er hart að orði kveðið, þegar það er líka algerlega röng ásökun. Framsóknarflokkurinn hefir ekkert nema lögmæta þingfulltrúa hér á Alþingi og hefir ekki stolið neinu af neinum. þó tala þingmanna hvers flokks muni breytast, ef lögunum verður breytt, þá getur skipan þingsins ekki á annan veg verið en nú er, meðan lögin standa óbreytt. Ég álít, að sundurlyndið í þessu máli verði að sveigjast til samkomulags og allir verði að slá nokkuð af kröfum sínum.

Nú er dapurlegt útlit um næstu framtíð íslenzku þjóðarinnar, þeirrar þjóðar, sem svo oft áður hefir átt við margskonar örðugleika að stríða. En þjóðin hefir haft undarlegan mátt til að reisa við og ná sér til fulls í skjótri svipan og mun svo enn verða. Í stjórnmálum hefir líka oft skorizt í odda fyrri, en þrátt fyrir það hefir þjóðin enn borið gæfu til að halda saman um eina stjórn í þúsund ár, svo að ríkið hefir ekki klofnað. Vænti ég, að svo muni enn fara, og gifta landsins verði sterkari öflum eyðileggingarinnar.