31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í C-deild Alþingistíðinda. (3700)

15. mál, fimmtardómur

Pétur Magnússon:

Ég vil aðeins gera litla aths. út af orðum hv. 2. landsk. Hann hélt því fram, að það væri óþarfi, að aths. þessi stæði gerðabókinni, af því að hún kæmi umræðuparti alþt. En þetta er ekki rétt. sé hún færð gerðabók d., er hún eins og annað, sem par er fært, fullt sönnunargagn fyrir seinni tímann, en umræðupartinum er hún ekkert sönnunurgagn, því að eins og kunnugt er, hafa þm. heimild til þess að breyta því sem skrifararnir hafa skrifað niður. Verður því aldrei hægt að telja umræðupartinn öruggt sönnunargagn.