31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í C-deild Alþingistíðinda. (3708)

15. mál, fimmtardómur

Forseti (GÓ):

Mér hefir borizt svo hljóðandi skrifl. tillaga:

„Út af atkvæðagreiðslunni um 1. mál samkv. fundargerð 38. fundar óskar 1. landsk. þm. þess getið gerðabókinni, að fyrsta atkvgr. um það mál fór svo, að 5 greiddu atkv. með því að vísa frv. til 2. umr., en 6 á móti. Í þessum tölum er ekki talið atkv. forseta. Í deildinni voru þá viðstaddir 12 þm., að forseta meðtöldum. Telur l. landsk., að með þessari atkvgr. hefði forseta borið að lýsa frv. þetta fallið“.

Verður þá gengið til atkv. um það, hvort aths. þessi eigi að komu inn fundargerð þessa fundar.